Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Líkt og undanfarin ár þá býður Grundarfjarðarbær lífeyrisþegum og öryrkjum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar.   Umsóknareyðublöð um garðslátt má nálgast á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma á opnunartíma bæjarskrifstofu.   Umsókn um garðslátt   Gjaldskrá 2017  

Hressandi Hreyfiviku lauk um helgina

    Hreyfivika UMFÍ stóð yfir dagana 29. maí til 4. júní og voru í boði sautján viðburðir hér í Grundarfirði. Að auki var frítt í sund og í golf á Bárarvelli. Þá hafnaði Grundarfjarðarbær í ellefta sæti í sundkeppni sveitarfélaganna. Hreyfivikan endaði á göngu með Ferðafélagi Snæfellsness að Hrafnafossi í Kolgrafafirði.    

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra deildar 5 ára barna

Deildarstjóri óskast til starfa við 5 ára leikskóladeild í Grundarfirði frá 1. ágúst. Deildin er til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða, krefjandi og spennandi starf. Deildin heitir Eldhamrar.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.    

Fellaskjól breytingar

Aðalinngangur Fellaskjóls verður lokaður frá og með þriðjudeginum 06.06.17. Þar hefjast framkvæmdir við sólstofuna okkar, sem standa munu yfir í allt að eina viku.   Vinsamlegast notið inngang inn á Fellaskjól  sem snýr að kirkjunni/bílastæði.      

Nýr leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla

    Anna Rafnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Sólvöllum. Anna hefur starfað á leikskóla meira og minna síðastliðin tuttugu ár og verið deildarstjóri síðustu þrjú árin, fyrst á Sólvöllum og nú síðasta árið á leikskóladeildinni Eldhömrum.  

Hreyfivika UMFÍ í fullum gangi

    Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir og hefur verið fínasta þátttaka í skipulögðum viðburðum hér í Grundarfirði. Í morgun var Hiit tími og SNAG (Starting New at Golf) auk þess sem sjá mátti leikskólabörn í gulum vestum ganga um bæinn með starfsfólki Sólvalla og eftir hádegi verður gönguferð með Elsu Árna frá kirkju kl 14:00 og síðan nýliðafræðsla og upplýsingafundur fyrir golfara í golfskálanum við Bárarvöll.  

Sumarnámskeið hefjast eftir hvítasunnuhelgina

    Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2005-2011. Námskeiðin verða í tvær vikur í júní og tvær vikur í ágúst.  

Rafmagnstruflanir

Reikna má með rafmagnstruflunum á Snæfellsnesi og suður Dölum í kvöld  29.05.2017 frá kl 23:00 til kl 24:00 vegna prófana á fluttningskerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.    

Vinnuskóli sumarið 2017

    Sumarið 2017 verður Vinnuskóli Grundarfjarðar starfræktur frá 6. júní  til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk. Vinnutíminn er: Mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.  

Hjóladagur í Grunnskóla Grundarfjarðar

    Það var hjóladagur í Grunnskóla Grundarfjarðar í dag og mættu þá nemendur á hjólunum sínum í skólann. Lögreglan kom í heimsókn á skólalóðina til að ræða umferðaröryggi, yfirfara hjólin og stillingarnar á hjálmum barnanna. Þess má geta að Rebekka, lögreglukona, er fyrrum nemandi í Grunnskóla Grundarfjarðar. Það er sannarlega vor í lofti og nú styttist í skólaslit grunnskólans sem verða 31. maí.