Sviðsmyndir árið 2030: Möguleg sameining Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Nýlega var gerð netkönnun meðal íbúa í tengslum við hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Þar var m.a. spurt um afstöðu íbúa til þjónustu sveitarfélaganna í dag og hvaða áhrif möguleg sameining gæti haft á þjónustuna til framtíðar. Þátttaka í netkönnuninni var góð, en alls bárust svör frá 381 þátttakanda. Þessi netkönnun var fyrsti hluti sviðsmyndagreiningar sem fer fram síðla sumars. Megintilgangur þessarar vinnu er að horfa til framtíðar og greina hvernig samfélag og þjónustu íbúarnir vilja búa í til lengri tíma litið. Þannig verða dregnir fram kostir og gallar sameiningar með aðstoð íbúa og fulltrúum sveitarstjórnanna þriggja. Á íbúafundum í byrjun september verða niðurstöður netkönnunarinnar rýndar og sviðsmyndir samfélagsins ársins 2030 fullmótaðar. Markmiðið með sviðsmyndavinnunni er að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna miðað við stöðuna í dag og ekki síður að skoða stöðu þeirra í framtíðinni í takt við auknar kröfur íbúa og stjórnvalda til sveitarfélaga. Í haust verða síðan niðurstöður sviðsmyndavinnunnar, ásamt ýtarlegum greiningum á málaflokkum og fjárhagslegum áhrifum sveitarfélaganna, kynnt íbúum.  

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 69,2 ferm.   Sjá nánar reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara. Sótt er um með því að fylla út umsóknarform hér fyrir neðan.   Umsóknarfrestur er til 12. júlí 2017.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað   

Íbúakönnun varðandi mögulega sameiningu sveitarfélaga

Kæru íbúar Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar.   Vinna stendur nú yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Helgafellssveit, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.   Sjónarmið íbúa skipta miklu máli við gerð þessarar greiningar og því eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið (5-7 mínútur).   Könnunin er nafnlaus og er ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Slóðin á könnunina er eftirfarandi; http://snaefellsnes.questionpro.com  

Íbúakönnun varðandi mögulega sameiningu sveitarfélaga

Kæru íbúar Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar.Vinna stendur nú yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Helgafellssveit, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna. Sjónarmið íbúa skipta miklu máli við gerð þessarar greiningar og því eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið (5-7 mínútur). Könnunin er nafnlaus og er ekki hægt að rekja svör til þátttakenda.Slóðin á könnunina er eftirfarandi; http://snaefellsnes.questionpro.com 

Aðalfundur Fellaskjóls miðvikudaginn 21. júní

    Aðalfundur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls verður haldinn á heimilinu miðvikudaginn 21. júní 2017 kl 19:30.   Tekin verður fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu með sex nýjum hjúkrunarrýmum.   Venjuleg aðalfundarstörf.  

Emil Einarsson ráðinn yfirsálfræðingur HVE

Emil Einarsson, sálfræðingur FSS, hefur sagt starfi sínu lausu.  Hann hefur verið ráðinn yfirsálfræðingur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.   Því verður hér með  ekki tekið við nýjum umsóknum um þjónustu Emils. Um leið og við þökkum Emil gagnmerkt starf og góða samvinnu óskum við honum alls velfarnaðar í nýju starfi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.   Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður FSS  

Bókasafnið í sumar

    Bókasafnið er komið í sumarham í Sögumiðstöðinni. Það er búið að raða upp til að auðvelda notendum að skila og fá lánað þó starfsfólk upplýsingamiðstöðvar sé upptekið við þjónustu við ferðamenn. Skoðið bókasafnið á facebook og fylgist með skilaboðum. Sunna Njálsdóttir. Bókasafn GrundarfjarðarSögumiðstöðinni að Grundargötu 35.Sími 438 1881. Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.  

Lausar stöður í Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf deildarstjóra leikskóladeildar 5 ára barna og starf bókavarðar á bókasafn skólans laus til umsóknar.  

Starf bókavarðar grunnskólans laust til umsóknar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf bókavarðar á bókasafn skólans laust til umsóknar. Starf bókavarðar felst í ábyrgð á skólabókasafni og upplýsingaveri skólans og ábyrgð á bókakosti hans. Bókavörður aðstoðar við lestrarnám nemenda og tekur þátt í að stuðla að auknum áhuga nemenda á lestri, auk þess að taka á móti nemendahópum. Jafnframt skipuleggur bókavörður geymslu fyrir námsbækur skólans auk annarra starfa sem honum eru falin af yfirmanni. Um 45% starf er að ræða.  

Störf í boði hjá Félags-og skólaþjónu Snæfellinga - Oferta pracy

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu á Snæfellsnesi.