Þriðji bekkur heimsótti slökkvilið Grundarfjarðar

    Það voru alsælir nemendur í þriðja bekk Grunnskóla Grundarfjarðar sem heimsóttu slökkvilið bæjarins á dögunum. Ásamt því að fá kynningu á tækjum og tólum þá fengu þau að skoða bílana og spjalla við slökkviliðsmenn.  

Tómas Logi sigraði í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2017

  Það var Tómas Logi Hallgrímsson sem bar sigur úr býtum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 og hlýtur hann að launum kr. 50.000. Móðir hans, Helga Fríða tók við viðurkenningunni fyrir hönd Tómasar. Í öðru sæti varð Hafrún Guðmundsdóttir og fékk hún að launum kr. 30.000 og í því þriðja varð Sverrir Karlsson. Hann fékk viðurkenningu að upphæð kr. 20.000.   Grundarfjarðarbær þakkar frábæra þátttöku í Ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með úrslitin.    

Svana Björk Steinarsdóttir er íþróttamaður Grundarfjarðar 2017

     Svana Björk Steinarsdóttir var kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar síðastliðinn sunnudag. Svana Björk var tilnefnd af blakdeild UMFG enda lykilleikmaður í liði félagsins. Svana Björk er prúður og agaður leikmaður, fyrirmynd innan vallar sem utan og átti sæti í U-19 landsliði kvenna sem keppti á norðurlandamóti á dögunum.   Grundarfjarðarbær óskar Svönu Björk hjartanlega til hamingju með titilinn!

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

 

Leikskólinn Sólvellir

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða aðstoð í eldhús leikskólans. Á leikskólanum er einnig eldaður hádegismatur fyrir grunnskólann. Vinnutími er kl. 8:00-16:00. Leitað er að starfsmanni sem býr yfir skipulagshæfni, snyrtimennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni í mannlegum samskiptum.  

Fimm tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2017

    Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson var kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2016   Fimm tilnefningar bárust til kjörs á íþróttamanni Grundarfjarðar fyrir árið 2017 og verða úrslitin gerð kunn á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei sunnudaginn 3. desember. Tilnefningar bárust frá blakdeild UMFG, körfuknattleiksdeild UMFG, knattspyrnudeild UMFG, Golfklúbbnum Vestarr og Skotfélagi Snæfellsness og eru eftirfarandi tilnefnd:  

Opinn súpufundur um framtíðarsýn í ferðamálum

 

Bréf til landeigenda og ábúenda og skilgreining landbúnaðarlands í aðalskipulagi

Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir.     

Frábær þátttaka í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar

      Skilafrestur á myndum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar rann út þann 10. nóvember síðastliðinn. Frábær þátttaka er í keppninni í ár því alls bárust 52 myndir svo það verður heldur betur úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.  

Störf í boði í Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ

      Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf  í þjónustuþáttum  fatlaðra í sveitarfélögunum: