Þema ljósmyndasamkeppninnar árið 2017 er VEÐUR

    Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í áttunda sinn, árið 2017. Þema keppninnar í ár er veður. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2017 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.     

Kvennakaffi í gestastofu þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

    Allar konur eru boðnar velkomnar í kynningu á þjóðgarðinum Snæfellsjökli á Malarrifi þann 24. maí kl 18-20. Markmiðið með kvennakaffinu er að konur af mismunandi þjóðerni hittist, tali saman og kynnist. Skráning er hjá Kvenfélagi Ólafsvíkur til og með mánudeginum 22. maí á netfangið soley@gsnb.is eða í síma 8481505.   Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á hressingu.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Opið er fyrir umsóknir í tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Grundarfjarðar fyrir veturinn 2017-2018. Hægt er að koma umsóknum til skila á bæjarskrifstofu. Umsóknum þarf að skila fyrir 5. júní nk.   Námið   Umsóknareyðublað  

Götusópur

Götusóparinn byrjar að hreinsa götur bæjarnis í dag. Íbúar eru hvattir til að færa bíla sína til að auðvelda vinnu götusóparans.   

Aðalfundur U.M.F.G.

Aðalfundur Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Sögumiðstöðinni þriðjudaginn 23. maí 2017 kl: 20:00 Dagskrá aðalfundar:   1.Fundur settur 2. Fundarstjóri settur 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar lagðir fram 5. Kosning stjórnar 6. Önnur mál   Stjórn UMFG  

Nýtt gervigras lagt á sparkvöllinn

       Í dag hefst vinna við að fjarlægja gervigrasið og dekkjakurlið af sparkvellinum við Grunnskóla Grundarfjarðar og verður í kjölfarið lagt nýtt gras án svarta gúmmíkurlsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í febrúar að gervigrasinu yrði skipt út til að losna við svart gúmmí af leiksvæðum barna.  

Vortónleikar tónlistarskólans

  Vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í Grundarfjarðarkirkju í dag miðvikudaginn 17. maí kl.17:00   Allir velkomnir.

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur.   Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem vill vinna sjálfstætt og hafa tækifæri til frumkvæðis í vinnubrögðum.   Menntunar- og hæfniskröfur: ·         Þekking og reynsla á bókhaldi skilyrði ·         Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds            æskileg ·         Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg ·         Góð tölvukunnátta ·         Nákvæmni, skipuleg vinnubrögð og talnagleggni ·         Frumkvæði og sjálfstæði í starfi ·         Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar   Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.   Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is.   Ráðið er í starfið frá 15. júní nk. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, eða í tölvupósti á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is.   Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.  

Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum

Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með um 55 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis­fræði.  

Sjúkraþjálfari hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Grundarfirði

Leitað er eftir sjúkraþjálfara til að taka að sér sjálfstæðan rekstur sjúkraþjálfunar í húsnæði  heilsugæslustöðvar HVE í Grundarfirði í samstarfi við stjórnendur stofnunarinnar.  Á staðnum er nýlega innréttuð vinnuaðstaða fyrir fyrirhugaða þjónustu sjúkraþjálfara.