Atvinna- hlutastarf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði óskar eftir starfsmanni  í ræstingar í sumar, tímabilið júní, júlí og ágúst. Vinnutími er alla virka daga eftir kl:16:00 og vinnuhlutfall er 20% , laun eru samkvæmt launatöflu SDS.    

Grundfirðingum boðið til hátíðar í Paimpol í júlí

    Vinabær okkar Grundfirðinga, Paimpol í Frakklandi, heldur hátíð dagana 13.-16. júlí í Paimpol og býður Grundfirðinga sérstaklega velkomna til hátíðarinnar. Þetta er því alveg kjörið tækifæri til að heimsækja vinabæinn okkar, Paimpol.  

Frárennslislagnir í Sæbóli hreinsaðar og fóðraðar

    Frárennslislagnir við Sæból hafa nú verið hreinsaðar, fræstar og fóðraðar en því verki lauk í gær. Starfsmenn fyrirtækisins Hreinsitækni ehf. komu hingað til Grundarfjarðar síðastliðinn vetur til að skoða lagnirnar og kom þá í ljós töluvert slit.  

Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum

Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með um 55 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis­fræði.  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.  Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.     Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari      

Bæjarstjórnarfundur

205. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 4. maí 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30 .   Dagskrá:  

Opið hús á Eldhömrum

Þriðjudaginn 25. apríl var eitt ár liðið frá því að 5. ára deild Grunnskóla Grundarfjarðar tók til starfa. Af því tilefni verður opið hús á Eldhömrum föstudaginn 28. apríl milli kl. 15:00 - 16:00.   Allir hjartanlega velkomnir.     

Barnaheill

Árlega hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á íslandi er hafin. Sjá auglýsingu hér.    https://www.facebook.com/hjolasofnunBarnaheilla    

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur  

Enn frestast opnun sundlaugarinnar vegna veðurs

    Áætlað er nú að opna Sundlaug Grundarfjarðar næstkomandi þriðjudag, 2. maí kl 07:00. Opnunartímar fram að sumaropnun verða eftirfarandi: Mánudagar - miðvikudagar kl 7-8:30 og 16-19 Fimmtudagar - föstudagar kl 7-8 og 16-19 Laugardagar - sunnudagar kl 13-16   Þann 19. maí hefst svo sumaropnun og verður þá opið alla virka daga kl 7-21 og um helgar kl 10-18.   Sjáumst hress í lauginni :)