Augnlæknir verður í Grundarfirði 29. apríl

  Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 29. apríl nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma 432 1350  

Aðalfundur UMFG mánudaginn 25. apríl

    Aðalfundur   Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Sögumiðstöðinni mánudaginn 25.apríl 2016 kl: 20:30   Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Fundarstjóri settur 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar lagðir fram 5. Kosning stjórnar 6. Önnur mál   Stjórn UMFG  

Blóðbankabíllinn í Grundarfirði 26. apríl

    Blóðbankabíllinn verður við Samkaup-Úrval í Grundarfirði þriðjudaginn 26. apríl kl 12:00-17:00.     Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og því mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðgjöf er sannkölluð lífgjöf. Flestir á aldrinum 18-60 ára geta gerst blóðgjafar og vanir blóðgjafar mega gefa blóð til 65 ára aldurs.  

Safna- og sýningadagur á sumardaginn fyrsta

  Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl 2016 er safna- og sýningadagur á snæfellsnesi. Snæfellingar allir eru hvattir til að skoða þann mikilvæga hluta menningararfs okkar sem geymdur er í söfnum og sýningum.   Hér í Grundarfirði verður Sögustofa Inga Hans opin að Læk, Sæbóli 13, auk þess sem Sögumiðstöðin verður opin og þar verður sýnd myndin Svartihnjúkur - stríðssaga úr Eyrarsveit kl 14 og 16 í Bæringsstofu.   Allir eru velkomnir á söfn og sýningar á Snæfellsnesi á sumardaginn fyrsta og er aðgangur ókeypis!  

Viðvera atvinnuráðgjafa

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV fellur niður í dag 13.apríl. Atvinnuráðgjafi verður næst með viðveru þann 11.maí nk. í Grundarfirði.    

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins í Grundarfjarðarkirkju

  "Svo flaug hún eins og fiðrildi..." er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem haldnir verða í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 14:00.    Á efnisskrá kórsins er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar.   Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir.   Allir hjartanlega velkomnir!   Aðgangseyrir kr 2500   

Götusópur

Götusópurinn verður í bænum næstu daga. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusóparans og færa bíla sína.   

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk

Fimmtudaginn 7. apríl var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk. Hver nemandi las eina blaðsíðu úr bókinni „Ertu Guð? Afi“, eftir Þorgrím Þráinsson og eitt ljóð.    

Minnum á sumarstörf í boði hjá Grundarfjarðarbæ

  Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Á morgun þriðjudaginn 5. apríl munum við í FSN vera með opið hús.   Sjá nánar hér.