Græna tunnan

Græna tunnan verður tæmd í dag, einnig minnum við á að hægt er að fá græna tunnu í síma 695 2198 hjá Ingibjörgur Sigurðardóttur (Bibbu) .

Sorphirða í dag

Sorphirða verður í dag. Því miður hefur ekki verið hægt að taka sorp undanfarna daga vegna veðurs. 

Bæjarstjórnarfundur

105. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu, þriðjudaginn 19. maí klukkan 16.15. Eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer. Fundarboð og dagskrá má finna hér.

Skemmtilegt sumar framundan

Góðir Grundfirðingar   Verið er að kanna möguleika ýmiss konar starfi í sumar. Ef næg þátttaka fæst getum við reiknað með að þetta verði að veruleika.   Það sem um ræðir: 1. Smíðavöllur fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. 2. Skólagarðar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. 3. Matjurtagarður fyrir þá sem vilja rækta sitt eigið grænmeti.   Þeir sem hafa áhuga á einhverju ofantöldu látið vita á bæjarskrifstofunni fyrir helgi.

Sundlaugin verður lokuð frá 13. maí

  Framkvæmdir hefjast við sundlaugina í dag, miðvikudag og munu standa í 3-4 vikur. Stefnt er að því að opna hana aftur þann 17. júní.    

Ályktun bæjarstjórnar vegna boðaðra aðgerða í fiskviðistjórnun

 Í gær, þriðjudag sammæltist bæjarstjórna Grundarfjarðar um eftirfarandi ályktun vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í fiskveiðistjórnun:   Sjávarútvegur er undirstaða atvinnurekstrar í Grundarfirði. Áríðandi er að halda aflaheimildum í byggðarlaginu og standa vörð um störf. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir víðtækum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem munu hafa áhrif á afkomu þeirra sem starfa við sjávarútveginn. Bæjarstjórn Grundarfjarðar varar alfarið við áformum ríkisstjórnarinnar um að fyrna aflaheimildir útgerða sem stefnir atvinnuöryggi og velferð íbúa Grundarfjarðar í mikla óvissu. Nauðsynlegt er að skapa vinnufrið um sjávarútveg með því að ná sátt um stjórn fiskveiða. Allar breytingar á fiskveiðistjórnun ber að gera með varúð og í fullu samráði við hagsmunaaðila. Óvissa um starfsgrundvöll sjávarútvegsins og illa ígrundaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafa strax neikvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki munu óhjákvæmilega halda að sér höndum hvað varðar uppbyggingu, viðhald og þróun rekstrar.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar, 12. maí 2009

5Rytma dans og ný sýn á heilsu

Helgina 15. – 16. maí næstkomandi verður boðið upp á 5Rytma námskeið í Grundarfirð og í tengslum við það verður sýnd heimildarmynd um nýjan skilning á mannslíkamanum og heilsu.

FSSF auglýsir starf félagsráðgjafa

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf félagsráðgjafa við stofnunina.   Nánari upplýsingar má finna hér.

Barna - og fjölskylduguðsþjónusta

Hér má sjá auglýsingu.  

Húsnæði fyrir líkamsræktarstöð

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar vill með auglýsingu þessari kanna hvort til staðar séu áhugasamir aðilar sem hefðu hug á að setja upp líkamsræktarstöð í Grundarfirði.  Í boði er, ef samningar takast, húsnæði á neðri hæð í íþróttahúsi bæjarins sem er rúmlega 180 fermetrar að stærð.  Íþróttahúsið er að Borgarbraut 19.