Á dögunum voru hér staddir nemendur frá alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við Lundarháskóla í Svíþjóð, ásamt kennara. Hópurinn var mjög alþjóðlegur, frá Ástralíu, Georgíu, Ghana og Kólumbíu, auk sænsks kennara. Létu þau vel af dvöl sinni í Grundarfirði, en verkefni þeirra snerist um að meta stöðu og mögulegar lausnir varðandi umhverfismál helstu sjávarútvegsfyrirtækja í bæjarfélaginu. Sérstök áhersla var lögð á frárennslismál og meðhöndlun lífræns úrgangs. Unnið hefur verið að verkefninu síðan í mars og var dvölin í Grundarfirði lokaáfangi verkefnisins.
Nemendur og forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar og
fyrirtækjanna í verkefninu.