Mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga - næstu skref

Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Stýrihópur hefur verið að störfum. Á íbúaþingi í mars sl.  komu fram margar gagnlegar ábendingar og á fjölmennum og góðum fundi í lok nóvember var enn bætt við.       Nú er komið að næsta skrefi og miðvikudagskvöldið 18. janúar n.k. verður haldinn fundur þar sem vinnuhópar hefja störf.  Þegar hafa um þrjátíu manns skráð sig í vinnuhópa og geta allir áhugasamir bæst í hópinn með því að mæta á fundinn á miðvikudaginn næsta.   

Metár í Grundarfjarðarhöfn!

Heildarafli árið 2005 var 20.586.089 kg í 1.559 löndunum. Heildarafli árið 2004 var 15.028.872 kg í 1.392 löndunum. Heildarafli ársins 2003 var 12.765.745 kg. Í töflunum hér að neðan má sjá sundurliðun á lönduðum afla eftir tegundum árið 2005 og yfirlit yfir vöruflutninga, komur skemmtiferðaskipa o.fl. árin 2004 og 2005.   Landaður afli árið 2005 eftir tegundum   Tegundir 2005   Þorskur 4.242.002 Kg Ýsa 3.004.783 Kg Karfi 4.179.144 Kg Steinbítur 1.315.217 Kg Ufsi 854.724 Kg Beitukóngur 545.952 Kg Sæbjúgu 129.633   Rækja 188.296 Kg Langa  95.377 Kg Keila 21.893 Kg Gámafiskur 5.356.379 Kg Aðrar tegundir  652.689 Kg Samtals 20.586.089   Vöruflutningar, komur skemmtiferðaskipa ofl.   2005 2004 Olíuflutningar  7.928 tonn 6.999 tonn Aðrir flutningar  1.451 tonn 1.593 tonn Skemmtiferðaskip 8   Komur 13 Komur Gámaeiningar 446 388  

Hundaeigendur athugið!

Samkvæmt reglum um hundahald í Grundarfirði er bannað að fara með hunda inn á lóð Leikskólans Sólvalla. Undanfarið hefur starfsfólk leikskólans orðið vart við ummerki eftir hunda á lóðinni. Hundaeigendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þessar reglur og fara ekki með hunda sína inn á lóðina!

Skiladagur nýrra bóka

Þeir sem fengu nýjar bækur fyrir 4. jan. mega drífa sig að lesa og skila þeim. Þær hafa flestar 14 daga skilafrest og aðrir lesendur bíða spenntir eftir þeim. Þetta á við um barnabækur líka þó að þær hafi allar 30 daga skilafrest. Látum nýju bækurnar ganga svo að sem flestir komist til að lesa þær næstu mánuðina.

Grafið fyrir 5 íbúðum í Grundarfirði í dag

Framkvæmdir við Ölkelduveg   Í dag þann 11. janúar 2006, var verið að grafa fyrir fimm íbúðum í bænum. Við Ölkelduveg var verið að taka grunn fyrir 4 íbúða raðhús sem Stafna á milli ehf. á Akranesi byggir. Í Fellasneið var einnig verið að grafa grunn í dag fyrir einbýlishúsi.   Framkvæmdir í Fellasneið

Þrettándabrennan

Í gær var loksins kveikt í þrettándabrennunni en veður hefur verið óhagstætt undanfarna daga.   Nokkrir tugir manna fylgdust með brennunni en engum sögum fer hins vegar af álfum. Sennilegt þykir að margir þeirra séu uppteknir við að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir flutninga um áramótin.

Fundur með Sjónarhóli og ADHD samtökunum

Eigið þið barn með vandamál í skóla t.d. athyglisbrest, ofvirkni, þunglyndi, einelti eða annað sem íþyngir fjölskyldunni?   Miðvikudaginn 11. janúar 2006, kl. 20, munu koma talsmenn frá Sjónarhóli og ADHD samtökunum og halda fund í samkomuhúsinu með kennurum og foreldrum og að lokum er ráðgert að stofna stuðningshópa aðstandenda.   Félags- og skólaþjónustan, heilsugæslan og grunnskólarnir á Snæfellsnesi.

Stofnun mánaðarins

Í desember var gerð tilraun til að halda úti kafla um stofnun desembermánaðar. Það reyndist ekki skynsamlegt í auglýsingaflóði og önnum jólamánaðarins.   Tökum þá upp þráðinn þar sem frá var horfið og áhaldahús Grundarfjarðar verður stofnun janúarmánaðar.   

Þrettándabrennu enn frestað

Eins og kunnugt er þurfti að fresta þrettándabrennunni sökum veðurs á þrettándanum 6. janúar. Í gærkvöldi var stefnt að því að kveikja í brennunni, en veðurguðirnir voru ekki hliðhollir og margt fór öðruvísi en að var stefnt.  Skrúðganga með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar lagði af stað frá Fellaskjóli kl. 20.00 og gekk að brennustað í námunni við iðnaðarsvæðið.    

Glæsilegur árangur á íslandsmótinu.

Íþróttaárið í Grundarfirði byrjar vel. 3.fl karla er kominn í úrslit íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss. Strákarnir unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli. Þeir unnu lið Fjölnis, Grindavíkur og BÍ/Bolungavíkur en gerðu jafntefli við ÍR. Strákarnir spiluðu vel og sýndu mikinn baráttuhug í síðasta leiknum en hann urðu þeir að vinna til þess að vera öruggir áfram. Riðlakeppnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.