Viðbygging leikskólans - gólfplata

Guðmundur Friðriksson og Þ.Gunnar Þorkelsson   Í dag, þann 27. janúar, er verið að steypa gólfplötu í nýbyggingu Leikskólans Sólvalla. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar sem annast verkið. Nýbyggingin er 173 fm að stærð og fóru um það bil 25 rúmmetrar af steypu í gólfplötuna.   Golfflöturinn er 173 fm

Námskeið fyrir dagforeldra á Snæfellsnesi

Mánudaginn 6. febrúar nk. hefst námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands fyrir fólk sem hefur hug á að taka að sér daggæslu barna í heimahúsum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum og lýkur námskeiðinu miðvikudaginn 22. mars nk.

Á fleygiferð - Vesturland morgundagsins

Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa að ráðstefnu um framtíð Vesturlands á Bifröst föstudaginn 27. janúar 2006. Ráðstefnan, sem er öllum opin og ókeypis, hefst kl. 11.00.

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar er nýr liður á Grundarfjarðarvefnum. Alla mánudaga næstu 10 vikurnar munum við setja nýja spurningu á vefinn, um efni sem tengist Grundarfirði eða Snæfellsnesi. Lesendur haka við það svar sem þeir telja rétt. Rétt svar birtist svo á vefnum næsta föstudag á eftir.

Frá áhaldahúsi

Verkstjóri áhaldahúss verður í fríi frá 25. janúar til 8. febrúar. Á meðan svarar skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirspurnum í síma 690-4343.   Skipulags- og byggingarfulltrúi

Kynningarfundur með samgönguráðherra

Í kvöld kl. 20:00 verður Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, með kynningarfund á Hótel Ólafsvík.  Á fundinum verður kynnt fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005-2010.   Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins er hægt að nálgast fjarskiptaáætlunina í heild sinni. 

Á skíðum skemmti ég mér...

Mynd: Sverrir Karlsson  Skíðalyftan var opnuð í gær. Mjög margir skelltu sér á skíði í veðurblíðunni og var ekki að sjá annað en að gestir hafi verið mjög ánægðir og skemmt sér vel. Lyftan er opin í dag frá kl. 15:00-18:00 og um helgina frá kl. 11:00- 18:00. Nú er um að gera að taka skíðin úr geymslunni og nýta sér þessa frábæru aðstöðu sem við höfum hér rétt við bæjardyrnar.  

Fjölskyldustefna: Vinnuhópar teknir til starfa

Miðvikudagskvöldið 18. janúar 2006 tóku vinnuhópar til starfa við mótun fjölskyldustefnu. Rétt tæplega 50 manns voru mættir á vinnufundi í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en fimm hópar fjalla um þarfir einstaklinganna í samfélaginu á mismunandi aldursskeiðum; 0-14, 14-20, 20-40, 40-60 ára og 60+. Ætlunin er að hóparnir eigi nokkra fundi og skili svo niðurstöðum á sameiginlegum fundi í lok febrúar. Þá taka stýrihópur og bæjarstjórn við og ljúka gerð fjölskyldustefnu.   Enn er tækifæri að taka þátt í starfi hópanna eða koma skilaboðum á framfæri inn í hópastarfið, með því að mæta á næsta fund eða hafa samband við hópstjóra. Næstu fundir þeirra eru sem hér segir:

Frá skíðadeild

Í fyrra vetur hittust nokkrir áhugasamir einstaklingar sem höfðu áhuga á að endurvekja skíðadeildina í Grundarfirði. Núna í janúar hefur hópurinn verið að vinna að því að koma skíðalyftunni og allri aðstöðu í gott lag. Síðastliðinn laugardag var haldinn vinnudagur á skíðasvæðinu Gráborg.  Gengið var vasklega til verka og voru öryggisgirðingar lagaðar í kringum efstu möstrin, haldið var áfram að lagfæra pallinn í kringum skálann, skíðaskálinn þrifinn og salernisaðstaða lagfærð.  Nú eru helstu öryggisatriðin komin í góðan farveg hjá okkur og bíðum við bara eftir aðeins meiri snjó svo að hægt sé að opna lyftuna. Viljum við þakka þessu góða fólki kærlega fyrir gott starf um helgina.   Unnið að opnun

Skíðalyftan opnar.

Skíðalyftan opnar í dag kl 15.  Þeir sem að áhuga hafa á því að starfa við lyftuna eru beðnir um að hafa samband við Kötu í síma 6902145. Stefnt er að því að lyftan verði opin á hverum degi frá kl 15:00 á meðan veður og snjór leyfa. Til þess að það verði hægt þurfa áhugasamir að gefa kost á sér í lyftuvörslu.