Samband íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðuneytið létu nýlega gera úttekt á upplýsinga- og samskiptavefjum sveitarfélaga, ráðuneyta og ríkisstofnana. Fyrirtækið Sjá ehf. annaðist úttektina, sem var afar umfangsmikil, gerð á 246 vefjum samtals, þar af hjá 71 sveitarfélagi. Vefirnir voru metnir eftir innihaldi, nytsemi og með tilliti til hversu gott aðgengi er að þeim (fyrir fatlaða, sjónskerta, heyrnarskerta).