Húsnæði Krabbameinsfélags Snæfellsness Grundarfjarðardeild opnað

Fimmtudaginn 15. desember var haldinn fundur í Krabbameinsfélagi Snæfellsness, Grundarfjarðardeild. Þar var kynnt starfsemi annarra stuðningsfélaga Krabbameinssjúklinga. Að loknum fundi í Sögumiðstöðinni var haldið niður í húsnæði Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar. Þar var opnuð ný aðstaða Krabbameinsfélagsins, en búið var að kaupa sófa og borð til að gera aðstöðuna sem notalegasta.   Félaginu barst góðar gjafir frá félagasamtökum í Grundarfirði. Það var Lionsklúbbur Grundarfjarðar, Kvenfélagið Gleym mér ey, Rauði Krossinn  og Verkalýðsfélagið Stjarnan. Einnig gáfu hjónin Ragnar Haraldsson og Rósa Björg Sveinsdóttir félaginu veglega peningagjöf. Þess má einnig geta að aðstöðuna í Verkalýðsfélagshúsinu fær félagið að láni endurgjaldslaust. 

Vatnsveitan lokuð tímabundið !!

Vegna vinnu við stofnæð vatnsveitu Grundarfjarðar verður slökkt á vatnsveitunni í dag frá kl. 17:00 og fram eftir nóttu.   Lokunin hefur fyrst og fremst áhrif á sveitabæinn Kverná, iðnaðarsvæðið við Kverná, Grafarbæina fjóra og smábátahöfnina (suðurgarð).   Aðrir hlutar bæjarins fá vatn úr miðlunargeyminum fyrir ofan bæinn, á meðan á vinnu veitunnar stendur.   Beðist er velvirðingar á þessu ónæði.   Jökull Helgason Skipulags- og byggingarfulltrúi

Jólaundirbúningur í Grundarfirði

Jólaundirbúningur stendur sem hæst í  Grundarfirði þessa dagana. Aðventukvöld var haldið í Grundarfjarðarkirkju sl. sunnudag. Þar sungu Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju og Barnakirkjukórinn með stakri list ásamt því að krakkar úr tónlistarskóla Grundarfjarðar spiluðu.    

Úttekt á vefjum sveitarfélaga og fleiri

Samband íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðuneytið létu nýlega gera úttekt á upplýsinga- og samskiptavefjum sveitarfélaga, ráðuneyta og ríkisstofnana. Fyrirtækið Sjá ehf. annaðist úttektina, sem var afar umfangsmikil, gerð á 246 vefjum samtals, þar af hjá 71 sveitarfélagi. Vefirnir voru metnir eftir innihaldi, nytsemi og með tilliti til hversu gott aðgengi er að þeim (fyrir fatlaða, sjónskerta, heyrnarskerta).  

Síðasta sperran reist í viðbyggingu Leikskólans

Miðvikudaginn 14. desember sl.  var síðasta sperran reist  í viðbyggingu Leikskólans Sólvalla. Af því tilefni var flaggað og smiðum boðið í kakó og smákökur.  Sjá meðfylgjandi myndir. Framkvæmdum miðar skv. áætlun og gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt fyrir miðjan janúar n.k.

Fjárhagsáætlun 2006 samþykkt

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2006 var samþykkt við aðra umræðu á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 14. desember. Ennfremur fór fram fyrri umræða um þriggja ára áætlun bæjarins. Gerð verður nánari grein fyrir fjárhagsáætluninni og ýmsu henni tengdu hér á bæjarvefnum á næstu dögum.   Helstu fjárfestingar ársins 2006

Óvissujólabókapakkar á bókasafninu

Fjölskyldan heimsækir bókasafnið og fær jólabækurnar að láni. Fáið óvissubókapakka með heim. Sjá meira um lestur á jólum og rauða og græna textann á vefsíðu bókasafnsins.

Hitamet

Á vef Veðurstofunnar kom fram að hitastig í Grundarfirði mældist 8,9 gráður kl. 23 að kveldi þriðjudagsins 13. desember. Reyndist þetta þá mesti hiti á landinu.  Slíkar hitatölur eru ekki algengar 11 dögum fyrir jól, en "vott og vindasamt" hefur verið stefið í veðri landsmanna undanfarna daga. Hvort jólin verða hvít eða rauð er of snemmt að spá um, en ljóst að margir kysu fremur hvíta jörð og jafnvel frost heldur en hlýindin á þessum árstíma, mættu þeir ráða.  

Opinn jóla-tónfundur Tónlistarskólans

Fimmtudaginn 15. desember kl. 17.30 verður haldinn síðasti Tónfundur Tónlistarskóla Grundarfjarðar á þessari önn. Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Tónlistarskóla/félagsmiðstöðvar. Sjá nánar hér.

Hundaeigendur athugið!

Hin árlega hundaskoðun fer fram í Áhaldahúsi Grundarfjarðar á morgun, 14. desember,  kl. 13:00-16:00.   Verkstjóri