Séð yfir hið nýja hverfi
Á árinu 2003 var unninn fyrsti áfangi í gatnagerð í Ölkeldudal, sem er svæði afmarkað af grunnskóla og íþróttahúsi í austri, dvalarheimilinu Fellaskjóli að norðanverðu og íbúðabyggð á Hjaltalínsholti í vestri. Nýr vegur, Ölkelduvegur, tengir saman þessa staði og mannvirki. Framkvæmdum við gatnagerð og lagnir var fram haldið á þessu ári, en með þeim urðu til 13 byggingarlóðir fyrir raðhús, 4 lóðir eru ætlaðar undir einbýlishúsabyggingar syðst á svæðinu, auk þess sem parhús verður á einni lóð. Á öllum lóðunum er heimilt að byggja eins til tveggja hæða byggingar.