Aðalfundarboð

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember n.k. kl. 20:00 að Ármúla 5, veitingastaðnum Classic Rock.   Fundarefni:  Venjuleg aðalfundarstörf,  lagabreytingar (sjá nánari upplýsingar hér) og önnur mál   Að loknum aðalfundi verður myndasýning úr safni Bærings Cecilssonar.

Fjölskyldustefna – opinn fundur

Miðvikudaginn 30. nóv. n.k. kl. 20 verður haldinn í samkomuhúsinu opinn fundur, sá fyrsti af fleirum, um mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Spennandi viðfangsefni – mál sem snerta alla. Takið kvöldið frá! Nánar auglýst síðar.   Bæjarstjóri  

Grundarfjarðarhöfn er stofnun mánaðarins

Á landinu öllu eru tæplega 50 hafnasjóðir og hefur þeim fækkað nokkuð hin síðari ár í kjölfar sameiningar sveitarfélaga og stofnunar hafnasamlaga. Hafnir eru því nokkuð fleiri en hafnarsjóðirnir sem að þeim standa. Hafnir og sjóvarnargarðar eru í eigu sveitarfélaga sem jafnframt annast rekstur þeirra. Ríkið veitir sveitarfélögum stuðning í hafnamálum og fjárstuðning til nýframkvæmda í höfnum. 

Úthlutun byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest reglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-6 sbr. reglugerð nr. 722/2005. Reglurnar hafa verið birtar á vef  ráðuneytisins og á vef bæjarins og er hægt að nálgast þær þar, eða með því að hringja á bæjarskrifstofur (s. 430 8500) og fá þær sendar.

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtud. 17. nóvember kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru meðal annars fundargerðir nefnda og ráða, fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2006, ákvörðun um sölu hlutabréfa í Vesturlandi hf., tillögur um hámarkshraða á Grundargötu, um að láta meta rýmisþörf og kosti vegna byggingar sundlaugar og um landfyllingu við stóru bryggju á vegum hafnar, drög að hafnarreglugerð, tillaga um aðalskipulag dreifbýlis og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri  Dagskrá fundarins má nálgast hér  

Ertu rétt skráð(ur)?

Talning íbúa miðast við 1. desember hvert ár   Það er mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélagið (okkur öll) að hafa sem flesta íbúa með lögheimili í Grundarfirði.   Minnt er á að skv. lögheimilislögum er lögheimili manns sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.

Leikskólabörn heimsækja grunnskóla

Elsu börn leikskólans í heimsókn í grunnskólanum   Þann 10. nóvember sl. fóru elstu nemendur leikskólans í heimsókn í grunnskólann. Skólastjóri tók á móti þeim og sýndi þeim skólann og kíkti í heimsókn í nokkrar stofur.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verða grunnskólanemendur með dagskrá í íþróttahúsinu frá kl. 10.00 - 11.00.  Leikskólabörn verða með skemmtun í samkomuhúsinu kl. 11.00. Foreldrum er sérstaklega boðið en allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.   Skólastjórar

Framkvæmdaáætlanir Green Globe 21 og Staðardagskrár 21

Framkvæmdaáætlanir Green Globe 21 og Staðardagskrár 21 fyrir árið 2005 eru nú aðgengilegar á vef Grundarfjarðarbæjar. Áætlanirnar má nálgast með því að smella á krækjurnar Green Globe 21 og Staðardagskrá 21 hér neðarlega á síðunni til hægri.

Jól í skókassa

Hópur fólks innan KFUM og KFUK standa fyrir verkefninu "Jól í skókassa" hér á landi.  Verkefnið felst í því að  fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra hluti í skókassa s.s. ritföng, fatnað, hreinlætisvörur, leikföng eða sælgæti.  Kössunum er síðan pakkað inn í jólapappír og þeim útdeilt til þurfandi barna víðs vegar um heiminn sem hafa orðið fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara eða sjúkdóma.