Lokað fyrir vatn

Lokað verður fyrir vatn í fyrramálið (Laugardagur, 26. nóvember) á Fagurhóli og Eyrarvegi 25 frá kl. 8:00 til kl 10:00.  

Aðalfundur 2005

Aðalfundur Eyrbyggja 24. nóvember 2005  kl 12:00 á Classic Sport, Ármúla 5, Reykjavík.   1. Skýrsla stjórnar   Bjarni Júlíusson (formaður) fór yfir störf stjórnar á liðnu ári.     Helstu verkefni stjórnar voru útgáfa 6. bindis af ritröðinni Fólkið, fjöllin, fjörðurinn ásamt undirbúningi að 7. bindi.  Auk þessa tók félagið þátt í samstarfsverkefni um gerð korts sem stendur við Kolgrafarfjarðarbrú.  

Fundur um mótun fjölskyldustefnu

Nefnd um mótun fjölskyldustefnu boðar til opins fundar í samkomuhúsinu miðvikudaginn 30. nóvember n.k. kl. 20.00 Í gangi er vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Fyrsta skrefið í vinnu með íbúum og hagsmunaaðilum er þessi fundur, þar sem leitað verður eftir því sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar. Reynt verður að draga fram áherslur og forgangsraða.

Blakfréttir

Krakkablak hefur verið stundað í Grundarfirði í tvo vetur og eru  45 – 50  börn og unglingar að æfa í hverri viku á aldrinum 6 til 16 ára.  En strax frá fyrsta degi hefur verið mikill áhugi hjá krökkunum að æfa blak.   Nýverið fengu síðan unglingarnir að spreyta sig á sínu fyrsta fullorðins blakmóti, sem haldið var í Stykkishólmi.  Þau stóðu sig vonum framar og var gaman að sjá hvað þau lögðu sig fram á mótinu.  Öll höfðu þau bæði mikið gagn og gaman af  þessu og voru harðákveðin í að gera betur á næsta móti.       

Kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir

Þriðjudagskvöldið 22. nóvember var haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar opinn kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Fundurinn er einn af fjölmörgum fundum sem stofnunin gengst fyrir víðsvegar um landið í tilefni 40 ára afmælis síns á árinu.

Opinn fundur um haf- og fiskirannsóknir

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um haf - og fiskirannsóknir í samkomuhúsinu, Grundarfirði, 22. nóvember 2005 kl. 20:00. Jóhann Sigurjónsson forstjóri ásamt fiskifræðingum flytja stutt erindi. Umræður.   Allir velkomnir.   Dagskrá: 1. Jóhann Sigurjónsson: Inngangsorð 2. Valur Bogason: Sandsíli við Ísland3. Kaffihlé4. Björn Ævarr Steinarsson: Ástand hrygningarstofns þorsks5. Umræður og fyrirspurnir   Fundarstjóri: Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri   Hafrannsóknastofnunin

Fræðslufundur um stærðfræðikennslu

Einar Gunnarsson stærðfræðikennari verður með kynningarfund um stærðfræðikennslu í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 18:00.  Einar kennir stærðfræði í Grunnskólanum í Stykkishólmi og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur verið með kynningar á nýja námsefninu Einingu og Geisla. Farið verður yfir hugmyndafræðina sem bækurnar byggja á og kennsluaðferðir. Eftir kynninguna verða umræður um efnið.   Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.                                    Skólastjóri  

Fantasíukeppni félagsmiðstöðvarinnar Eden

Fimmtudagskvöldið 17. nóvember hélt nemendafélagið Fantasíukeppni meðal nemenda í 8. – 10. bekk.  Fantasíukeppni er hluti af starfi Samfés sem er Samtök félagsmiðstöðva. Í gærkveldi kepptu fimm lið, þrjú þeirra komu úr 8. bekk , eitt úr 9. bekk og eitt úr 10. bekk.

Landaður afli

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í október var 1.403 tonn samanborið við 1.212 tonn í október 2004. Heildarafli eftir fyrstu tíu mánuði ársins er 18.311 tonn. Heildarafli fyrstu tíu mánuði ársins 2004 var 12.589 tonn. Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn árið 2004 var 15.029 tonn. Eftir fyrstu tíu mánuði ársins 2005 er landaður afli því rúmlega 20% umfram landaðan afla allt árið 2004.   Tegundir: 2005 2004 Þorskur 162.675 Kg 232.498 Kg Ýsa 202.256 Kg 361.156 Kg Karfi 110.704 Kg 32.530 Kg Steinbítur 81.737 Kg 67.521 Kg Ufsi 62.860 Kg 20.401 Kg Beitukóngur 49.028 Kg 42.145 Kg Sæbjúga 16.727 Kg 0 Kg Langa  23.033 Kg 3.770 Kg Skötuselur 30.550 Kg 270 Kg Síld 289.552 Kg 0 Kg Gámafiskur 357.088 Kg 413.460 Kg Aðrar tegundir  16.489 Kg 38.210 Kg Samtals 1.402.699 Kg 1.211.961 Kg 

Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2006

Á fundi bæjarstjórnar í kvöld fór fram fyrri umræða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Gert er ráð fyrir að skatttekjur (bæjarsjóður - aðalsjóður) aukist um 6,5% frá árinu 2005 og verði samtals 348 millj. kr. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrargjöldum upp á 317 millj. kr. og þar með rekstrarafgangi uppá 31 millj. kr.