Norræna bókasafnavikan

Á ferð um norðrið í ljósaskiptunum 14.-20. nóv. Mánudaginn 14. nóv. kl. 18:00 verður lesið við kertaljós um „Borgina á hafsbotni“ úr bókinni „Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð“.

Snæfellingurinn James Bond

Sir William Stephenson (dulnefni: Intrepid, eða ótrauður) var að sögn Ians Flemings sjálfs, höfundar bókanna um James Bond, fyrirmyndin að sögupersónunni víðfrægu, spæjaranum 007.   Foreldrar Williams fluttu til Kanada, en voru Snæfellingar, eins og Ingi Hans Jónsson sögugrúskari og forstöðumaður Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar í Grundarfirði hefur sýnt fram á í fyrirlestrum sem voru á dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga.  

Geisladiska útgáfa í Grundarfirði

Um þessar mundir er verið að gefa út þriðja geisladiskinn á þessu ári, þar sem grundfirskir tónlistarmenn láta að sér kveða. Fyrr á árinu gaf söngsveitin Sex í sveit út sinn þriðja geisladisk. Í haust gáfu Rauðu fiskarnir út disk með flutningi sínum á tónlist frá fyrri öldum. Og nú kemur út diskur með Vorgleðinni, sem fór í kaupstaðarferð og skemmti á Broadway þann 11. febrúar sl. fyrir fullu húsi.

Ásýnd miðbæjarins breytt

Eitt af eldri húsum bæjarins hefur horfið úr miðbænum, þ.e. Grundargata 33. Það er gamla löggustöðin, þar sem Gallerí Grúsk hafði síðast aðstöðu. Olíufélagið Esso og verslun Ragnars Kristjánssonar voru á sínum tíma í húsinu, sem var byggt árið 1945 skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins.   Húsið var rifið sl. sunnudag, en verktakinn, Dodds ehf., hefur síðast liðna daga verið að hreinsa til og ganga frá lóðinni. Það er Grundarfjarðarbær sem átti húsið og lét rífa, en lóðin er byggingarlóð, laus til úthlutunar.  

66. Stjórnarfundur

65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 8. nóvember 2005 kl.17:00 í Lágmúla 6 í Reykjvaík.   Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson og Benedikt Gunnar Ívarsson.  

Nú er orðið fjör í Hópleiknum.

  Öll þrjú efstu liðin náðu góðu skori nú um helgina og náðu Sætir efsta sætinu af EÝ 1825á betra skori. Hársport United sækir fast að þessum hópum. F.C. Verktakar halda sínu 4. sæti með 9 stig núna og þá halda Bræðurnir 5. sæti. S.G. hópurinn sem tippaði núna beint frá Newcastle náði 9 stigum, þeir gáfu loforð um að koma ekki heim ef þeir yrðu undir 10 stigum, svo það fækkar sennilega í Hópleiknum næstu helgi.

Frá UMFG

Um síðustu helgi var dagur enska boltans og fylgja hér nokkrar myndir frá þeim degi. Getraunastarfið heldur áfram og er kominn spenna í hópleikinn. Opið er í Sögumiðstöðinni til kl 12 alla laugardaga. Garðar og Eyþór spá í seðil vikunnar.

Menningarsamningur við Vesturland

28. október sl. var í Hvalfirði undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 17 sveitarfélög á Vesturlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins, en Helga Halldórsdóttir formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks samstarfs við Vesturland, en áður hefur verið gengið til samstarfs við Austurland með sambærilegum hætti.

Myndir frá sýningunni um Gísla Súrsson í Grunnskólanum

20. október sl. sýndi Kómedíuleikhúsið leikverkið Gísli Súrsson í Grunnskóla Grundarfjarðar við mikinn fögnuð nemenda. Sýningin var liður á dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, og var sýningin í boði Landsbankans í Grundarfirði. Önnur sýning var fyrir almenning í samkomuhúsinu um kvöldið. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri í grunnskólanum. Einn leikari var í sýningunni Elfar Logi Hannesson, sem skrifaði leikritið ásamt Jóni Stefáni Kristjánssyni. Sjá nánar á www.komedia.is

Nýr liður á vefnum

Vakin er athygli á því að hér á vefnum er að finna útlistun á markmiðum bæjarins skv. Staðardagskrá 21, og ennfremur upplýsingar (í aftasta dálki töflu) um hvort og hvernig reynt sé að ná settum markmiðum. Sjá hlekk í Gaman að skoða