Ertu rétt skráð(ur)?

Talning íbúa miðast við 1. desember hvert ár   Það er mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélagið (okkur öll) að hafa sem flesta íbúa með lögheimili í Grundarfirði.   Minnt er á að skv. lögheimilislögum er lögheimili manns sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.

Leikskólabörn heimsækja grunnskóla

Elsu börn leikskólans í heimsókn í grunnskólanum   Þann 10. nóvember sl. fóru elstu nemendur leikskólans í heimsókn í grunnskólann. Skólastjóri tók á móti þeim og sýndi þeim skólann og kíkti í heimsókn í nokkrar stofur.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verða grunnskólanemendur með dagskrá í íþróttahúsinu frá kl. 10.00 - 11.00.  Leikskólabörn verða með skemmtun í samkomuhúsinu kl. 11.00. Foreldrum er sérstaklega boðið en allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.   Skólastjórar

Framkvæmdaáætlanir Green Globe 21 og Staðardagskrár 21

Framkvæmdaáætlanir Green Globe 21 og Staðardagskrár 21 fyrir árið 2005 eru nú aðgengilegar á vef Grundarfjarðarbæjar. Áætlanirnar má nálgast með því að smella á krækjurnar Green Globe 21 og Staðardagskrá 21 hér neðarlega á síðunni til hægri.

Jól í skókassa

Hópur fólks innan KFUM og KFUK standa fyrir verkefninu "Jól í skókassa" hér á landi.  Verkefnið felst í því að  fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra hluti í skókassa s.s. ritföng, fatnað, hreinlætisvörur, leikföng eða sælgæti.  Kössunum er síðan pakkað inn í jólapappír og þeim útdeilt til þurfandi barna víðs vegar um heiminn sem hafa orðið fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara eða sjúkdóma.

Norræna bókasafnavikan

Á ferð um norðrið í ljósaskiptunum 14.-20. nóv. Mánudaginn 14. nóv. kl. 18:00 verður lesið við kertaljós um „Borgina á hafsbotni“ úr bókinni „Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð“.

Snæfellingurinn James Bond

Sir William Stephenson (dulnefni: Intrepid, eða ótrauður) var að sögn Ians Flemings sjálfs, höfundar bókanna um James Bond, fyrirmyndin að sögupersónunni víðfrægu, spæjaranum 007.   Foreldrar Williams fluttu til Kanada, en voru Snæfellingar, eins og Ingi Hans Jónsson sögugrúskari og forstöðumaður Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar í Grundarfirði hefur sýnt fram á í fyrirlestrum sem voru á dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga.  

Geisladiska útgáfa í Grundarfirði

Um þessar mundir er verið að gefa út þriðja geisladiskinn á þessu ári, þar sem grundfirskir tónlistarmenn láta að sér kveða. Fyrr á árinu gaf söngsveitin Sex í sveit út sinn þriðja geisladisk. Í haust gáfu Rauðu fiskarnir út disk með flutningi sínum á tónlist frá fyrri öldum. Og nú kemur út diskur með Vorgleðinni, sem fór í kaupstaðarferð og skemmti á Broadway þann 11. febrúar sl. fyrir fullu húsi.

Ásýnd miðbæjarins breytt

Eitt af eldri húsum bæjarins hefur horfið úr miðbænum, þ.e. Grundargata 33. Það er gamla löggustöðin, þar sem Gallerí Grúsk hafði síðast aðstöðu. Olíufélagið Esso og verslun Ragnars Kristjánssonar voru á sínum tíma í húsinu, sem var byggt árið 1945 skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins.   Húsið var rifið sl. sunnudag, en verktakinn, Dodds ehf., hefur síðast liðna daga verið að hreinsa til og ganga frá lóðinni. Það er Grundarfjarðarbær sem átti húsið og lét rífa, en lóðin er byggingarlóð, laus til úthlutunar.  

66. Stjórnarfundur

65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 8. nóvember 2005 kl.17:00 í Lágmúla 6 í Reykjvaík.   Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson og Benedikt Gunnar Ívarsson.