Opinn fundur um haf- og fiskirannsóknir

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um haf - og fiskirannsóknir í samkomuhúsinu, Grundarfirði, 22. nóvember 2005 kl. 20:00. Jóhann Sigurjónsson forstjóri ásamt fiskifræðingum flytja stutt erindi. Umræður.   Allir velkomnir.   Dagskrá: 1. Jóhann Sigurjónsson: Inngangsorð 2. Valur Bogason: Sandsíli við Ísland3. Kaffihlé4. Björn Ævarr Steinarsson: Ástand hrygningarstofns þorsks5. Umræður og fyrirspurnir   Fundarstjóri: Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri   Hafrannsóknastofnunin

Fræðslufundur um stærðfræðikennslu

Einar Gunnarsson stærðfræðikennari verður með kynningarfund um stærðfræðikennslu í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 18:00.  Einar kennir stærðfræði í Grunnskólanum í Stykkishólmi og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur verið með kynningar á nýja námsefninu Einingu og Geisla. Farið verður yfir hugmyndafræðina sem bækurnar byggja á og kennsluaðferðir. Eftir kynninguna verða umræður um efnið.   Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.                                    Skólastjóri  

Fantasíukeppni félagsmiðstöðvarinnar Eden

Fimmtudagskvöldið 17. nóvember hélt nemendafélagið Fantasíukeppni meðal nemenda í 8. – 10. bekk.  Fantasíukeppni er hluti af starfi Samfés sem er Samtök félagsmiðstöðva. Í gærkveldi kepptu fimm lið, þrjú þeirra komu úr 8. bekk , eitt úr 9. bekk og eitt úr 10. bekk.

Landaður afli

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í október var 1.403 tonn samanborið við 1.212 tonn í október 2004. Heildarafli eftir fyrstu tíu mánuði ársins er 18.311 tonn. Heildarafli fyrstu tíu mánuði ársins 2004 var 12.589 tonn. Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn árið 2004 var 15.029 tonn. Eftir fyrstu tíu mánuði ársins 2005 er landaður afli því rúmlega 20% umfram landaðan afla allt árið 2004.   Tegundir: 2005 2004 Þorskur 162.675 Kg 232.498 Kg Ýsa 202.256 Kg 361.156 Kg Karfi 110.704 Kg 32.530 Kg Steinbítur 81.737 Kg 67.521 Kg Ufsi 62.860 Kg 20.401 Kg Beitukóngur 49.028 Kg 42.145 Kg Sæbjúga 16.727 Kg 0 Kg Langa  23.033 Kg 3.770 Kg Skötuselur 30.550 Kg 270 Kg Síld 289.552 Kg 0 Kg Gámafiskur 357.088 Kg 413.460 Kg Aðrar tegundir  16.489 Kg 38.210 Kg Samtals 1.402.699 Kg 1.211.961 Kg 

Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2006

Á fundi bæjarstjórnar í kvöld fór fram fyrri umræða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Gert er ráð fyrir að skatttekjur (bæjarsjóður - aðalsjóður) aukist um 6,5% frá árinu 2005 og verði samtals 348 millj. kr. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrargjöldum upp á 317 millj. kr. og þar með rekstrarafgangi uppá 31 millj. kr.  

Aðalfundarboð

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember n.k. kl. 20:00 að Ármúla 5, veitingastaðnum Classic Rock.   Fundarefni:  Venjuleg aðalfundarstörf,  lagabreytingar (sjá nánari upplýsingar hér) og önnur mál   Að loknum aðalfundi verður myndasýning úr safni Bærings Cecilssonar.

Fjölskyldustefna – opinn fundur

Miðvikudaginn 30. nóv. n.k. kl. 20 verður haldinn í samkomuhúsinu opinn fundur, sá fyrsti af fleirum, um mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Spennandi viðfangsefni – mál sem snerta alla. Takið kvöldið frá! Nánar auglýst síðar.   Bæjarstjóri  

Grundarfjarðarhöfn er stofnun mánaðarins

Á landinu öllu eru tæplega 50 hafnasjóðir og hefur þeim fækkað nokkuð hin síðari ár í kjölfar sameiningar sveitarfélaga og stofnunar hafnasamlaga. Hafnir eru því nokkuð fleiri en hafnarsjóðirnir sem að þeim standa. Hafnir og sjóvarnargarðar eru í eigu sveitarfélaga sem jafnframt annast rekstur þeirra. Ríkið veitir sveitarfélögum stuðning í hafnamálum og fjárstuðning til nýframkvæmda í höfnum. 

Úthlutun byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest reglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-6 sbr. reglugerð nr. 722/2005. Reglurnar hafa verið birtar á vef  ráðuneytisins og á vef bæjarins og er hægt að nálgast þær þar, eða með því að hringja á bæjarskrifstofur (s. 430 8500) og fá þær sendar.

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtud. 17. nóvember kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru meðal annars fundargerðir nefnda og ráða, fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2006, ákvörðun um sölu hlutabréfa í Vesturlandi hf., tillögur um hámarkshraða á Grundargötu, um að láta meta rýmisþörf og kosti vegna byggingar sundlaugar og um landfyllingu við stóru bryggju á vegum hafnar, drög að hafnarreglugerð, tillaga um aðalskipulag dreifbýlis og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri  Dagskrá fundarins má nálgast hér