65. Stjórnafundur

65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. október 2005 kl. 18:00 í Lágmúla 6 í Reykjavík.   Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson    

Foreldranámskeið og starfsdagur í Grunnskóla Grundarfjarðar

Foreldranámskeið Nú er skólahald hafið fyrir alvöru og festa að komast á starfið.  Framundan eru foreldranámskeið fyrir foreldra nemenda í  1. bekk sem verður 13. sept., fyrir foreldra nemenda í 5. bekk sem verður 15. september og fyrir foreldra nemenda í 8. bekk sem verður 21. september.  Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á að upplýsa foreldra um ýmis atriði sem varða nemendur á þessum aldursstigum.  Foreldrar nemenda í þessum bekkjum fá sent bréf fyrir námskeiðið með dagskrá og nánari tímasetningum.  

Enn fjölgar í Hópleik UMFG-getrauna

Nú um helgina var keppt í þriðja sinn í Hópleiknum og fjölgaði hópunum um 5 og eru því orðnir 16. Staðan breyttist ekki á toppnum því EÝ 1825 hafa aukið forskot sitt um 2 stig og leiða núna með 28 stig, en Bræðurnir, S.G. Hópurinn og Sætir sækja fast að þeim með 25 stig.  

Stofnun mánaðarins

Bókasafn Grundarfjarðar er almenningsbókasafn rekið af Grundarfjarðarbæ en er ætlað að veita skólasafnsþjónustu við grunnskólann og tónlistarskólann. Þjónustusvæðið er Grundarfjarðarbær.   Bókasafnið er upplýsinga- og menningarstofnun sem veitir öllum íbúum á þjónustusvæðinu jafnan og greiðan aðgang að upplýsingum og fjölbreyttum bókakosti.  

Egilssögunámskeið – hefst á mánudaginn – 10. október

Símenntunarmiðstöð Vesturlands verður með Egilssögunámskeið í vetur. Námskeiðið hefst í dag og stendur fram til 3. apríl. Á námskeiðinu verður Egilssaga lesin og rædd með aðstoð mismunandi sérfræðinga: Viðar Hreinsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Torfi Túliníus, Baldur Hafstað, Jón Karl Helgason og Finnur Torfi Hjörleifsson.  

Niðurstöður sameiningarkosninganna

  Á kjör-skrá Kosninga-þátttaka Já sögðu Nei sögðu Auðir/ ógildir Snæfellsnes 2.677 1.642 61% 383 23% 1.236 75% 23 2%                   Eyja- og Miklaholtshreppur 72 61  85% 26 43% 34 56% 1 2% Snæfellsbær 1.139 676  59% 138 20% 531 79% 7 1% Grundarfjarðarbær 635 440  69% 63 14% 371 84% 6 1% Helgafellssveit 48 34  71% 8 24% 25 74% 1 3% Stykkishólmsbær 783 431  55% 148 34% 275 64% 8 2%   Gögn fengin af vef Stykkishólmsbæjar.

Sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum á Snæfellsnesi

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi hefur tilkynnt úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu Helgafellssveitar, Eyja-og Miklaholtshrepps, Stykkishólmsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Snæfellsbæjar.  

Sameiningarkosningar - talningu lokið

Talningu lauk um ellefuleytið á kjörstað í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Á kjörskrá voru 635 en íbúar í Grundarfirði eru rúmlega 960. Þátttaka í kosningunni var góð, 440 greiddu atkvæði bæði á kjörfundi og utan kjörfundar, sem er 69,3% kjörsókn. Samþykkir sameiningu og sögðu já voru 63, eða 14,3% en 371 sögðu nei og höfnuðu sameiningu, eða 84,3%. Auðir og ógildir seðlar voru 6, eða 1,4%.

Kjörfundur vegna sameiningarkosninga 8. október

Kjörfundur vegna sameiningar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi verður haldinn laugardaginn 8. október nk. Kjörstaður er í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Kjörfundur stendur frá kl. 10.00 til kl. 22.00. Athygli er vakin á því að kjósendur geta þurft að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

Unglingadeildin Pjakkur gengur í hús

Næstkomandi þriðjudag kl 20:00 mun unglingadeildin Pjakkur ganga í hús og selja klósettpappír. Þetta er fjáröflun fyrir deildina. Endilega takið vel á móti krökkunum þegar þau banka uppá hjá ykkur.