Íþróttamaður Grundarfjarðar 2005

Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2005 var kjörinn þann 26. nóvember sl. Heiðar Geirmundsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í frjálsum íþróttum.   Íþróttamaður Grundarfjarðar 2005, Heiðar Geirmundsson  

Fjölskyldu-hvað?

Á vegum Grundarfjarðarbæjar er hafin vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Á íbúaþingi í mars sl. var safnað ýmsum gagnlegum upplýsingum sem nefnd um mótun fjölskyldustefnu vinnur úr og nú er komið að því að horfa enn frekar fram á veginn á fundi miðvikudagskvöldið 30. nóv. n.k.    Frá íbúaþingi í mars 2005

Óhöpp í vatnsveitu Grundarfjarðar

Það óhapp átti sér stað í gær fimmtudag að vinnuflokkur RARIK sem vann við plægingu jarðstrengs í jörðu, plægði vatnsveitulögn í sundur. Um var að ræða lögn frá vatnstankinum.

Viðbygging Leikskólans

Vinna við viðbyggingu Leikskólans gengur vel, en í vikunni voru veggjagrindur reistar. Reiknað er með að viðbyggingin verði fokheld um miðjan janúar 2006. Meðfylgjandi mynd var tekin í vikunni þegar búið var að reisa veggina.  

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður í áhaldahúsi Grundarfjarðar 14. desember nk. frá  kl. 13:00-16:00 .  

Lokað fyrir vatn

Lokað verður fyrir vatn í fyrramálið (Laugardagur, 26. nóvember) á Fagurhóli og Eyrarvegi 25 frá kl. 8:00 til kl 10:00.  

Aðalfundur 2005

Aðalfundur Eyrbyggja 24. nóvember 2005  kl 12:00 á Classic Sport, Ármúla 5, Reykjavík.   1. Skýrsla stjórnar   Bjarni Júlíusson (formaður) fór yfir störf stjórnar á liðnu ári.     Helstu verkefni stjórnar voru útgáfa 6. bindis af ritröðinni Fólkið, fjöllin, fjörðurinn ásamt undirbúningi að 7. bindi.  Auk þessa tók félagið þátt í samstarfsverkefni um gerð korts sem stendur við Kolgrafarfjarðarbrú.  

Fundur um mótun fjölskyldustefnu

Nefnd um mótun fjölskyldustefnu boðar til opins fundar í samkomuhúsinu miðvikudaginn 30. nóvember n.k. kl. 20.00 Í gangi er vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Fyrsta skrefið í vinnu með íbúum og hagsmunaaðilum er þessi fundur, þar sem leitað verður eftir því sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar. Reynt verður að draga fram áherslur og forgangsraða.

Blakfréttir

Krakkablak hefur verið stundað í Grundarfirði í tvo vetur og eru  45 – 50  börn og unglingar að æfa í hverri viku á aldrinum 6 til 16 ára.  En strax frá fyrsta degi hefur verið mikill áhugi hjá krökkunum að æfa blak.   Nýverið fengu síðan unglingarnir að spreyta sig á sínu fyrsta fullorðins blakmóti, sem haldið var í Stykkishólmi.  Þau stóðu sig vonum framar og var gaman að sjá hvað þau lögðu sig fram á mótinu.  Öll höfðu þau bæði mikið gagn og gaman af  þessu og voru harðákveðin í að gera betur á næsta móti.       

Kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir

Þriðjudagskvöldið 22. nóvember var haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar opinn kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Fundurinn er einn af fjölmörgum fundum sem stofnunin gengst fyrir víðsvegar um landið í tilefni 40 ára afmælis síns á árinu.