Fyrsta steypa í viðbyggingu leikskólans

Föstudaginn 21. október sl. var fyrsta steypa í viðbyggingu leikskólans. Steyptir voru allir sökklar hússins í einu lagi, og var steypumagnið áætlað á annan tug rúmmetra. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikss ehf. sem annast verkið. Sjá á meðfylgjandi myndum.  

Kvennafrídagur í Grundarfirði

Í dag halda konur víðsvegar um landið kvennafrídag. Þrjátíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum fræga þann 24. október 1975, þegar konur í tugþúsundavís lögðu niður störf. Tilgangurinn þá var að sýna fram á mikilvægt framlag kvenna í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Konur vildu á þeim tíma undirstrika að þær væru ekki varavinnuafl.  

Veðrið þessa stundina ...

Eins og glöggir lesendur Grundarfjarðarvefsins hafa tekið eftir, þá er „veðrið þessa stundina” sem birt er á forsíðunni hreinlega ekki veðrið þessa stundina, heldur veðurlýsing fyrir löngu liðna stund.  

Hópleikurinn.

Staðan í hópleik getraunastarfs UMFG. EÝ 1825 heldur forustunni og Sætir í öðru sæti og Bræðurnir í því þriðja. Stöðu allra hópanna má sjá hér fyrir neðan ásamt gengi þeirra um helgina.  

Grundarfjarðarvöllur í dag.

Í dag kl 12:30 er síðasti leikur ársins á Grundarfjarðarvelli. 3.fl UMFG tekur á móti IA. Ekki hefur áður verið leikið fyrsta vetrardag á Grundarfjarðarvelli. Mætum á völlinn í góða veðrinu og hvetjum strákana okkar til sigurs. Þetta er þriðji leikur þeirra á Faxaflóamótinu og hafa þeir tapað einum og unnið einn. Allir á völlinn !

Fréttatilkynning frá Grundarfjarðarkirkju

Sr. Elínborg Sturludóttir er í veikindaleyfi og mun verða um óákveðinn tíma. Á meðan mun prófasturinn í Snæfells- og Dalaprófastdæmi, sr. Gunnar E. Hauksson í Stykkishólmi, hafa umsjón með afleysingum. Sími sr. Gunnars er 4381632

27 daga menningarveisla

Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga, var formlega sett í gærkvöldi við opnun myndlistarsýningar Svövu K. Egilson sem sýnir textílverk í Eyrbyggju - sögumiðstöð. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt: leiklist, myndlist, tónlist af ýmsum toga, kvikmyndir, uppistand, sagnalist,  upplestur og margvísleg önnur afþreying í bland.  

Fjölskyldstefna Grundfirðinga

Árið 1997 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Ríkisstjórn og sveitarstjórnum á hverjum tíma ber skv. þeirri ályktun að marka sér opinbera stefnu í málefnum fjölskyldunnar í því skyni að styrkja hana og vernda án tillits til gerðar hennar og búsetu.  

Ný stjórn hjá foreldrafélagi leikskólans

Ný stjórn hefur verið kosin í foreldrafélag leikskólans. Stjórnina skipa:   Pétur og Eva Jódís       Formenn Fríða og Guðmundur    Gjaldkerar Steinar og Una             Ritarar Unnur og Jökull            Meðstjórnendur    

Landaður afli fiskveiðiárið 2004-2005

Í töflunni hér að neðan má sjá landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn fiskveiðiárið 2004-2005 eftir tegundum. Heildarafli fiskveiðiársins var 20.585 tonn samanborið við 14.886 tonn fiskveiðiárið 2003-2004.   Tegundir: Afli í kg. Þorskur 4.341.440    Ýsa 3.403.336    Karfi 4.079.258     Steinbítur 1.083.725    Ufsi 774.732     Beitukóngur 503.962    Rækja 285.960    Grásleppuhrogn 11.893    Skötuselur 18.630    Langa  37.927    Sæbjúgu 65.488     Gámafiskur 5.604.513    Aðrar tegundir  374.183    Alls 20.585.047