Undirbúningur Skippers d´Islande 2006

Þann 20. apríl sl. komu nokkrir Frakkar í heimsókn til Grundarfjarðar. Þau eru skipuleggjendur siglingakeppninnar Skippers D’Islande sem farin verður í júní-júlí á þessu ári. Heimsókn Frakkanna var liður í undirbúningi keppninnar og voru skoðaðar aðstæður í Grundarfjarðarhöfn og -bæ.  

Bæjarstjórnarfundur

68. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í dag,  fimmtud. 27. apríl, kl. 17.00 í Grunnskólanum. Á dagskrá eru meðal annars fyrri umræða ársreiknings bæjarsjóðs og stofnana 2005,  fundargerðir nefnda og ráða, tillaga um tímabundna inntöku yngri barna í leikskólann, breytingar á samþykktum bæjarins um stjórn og fundarsköp, tilboð í Sæból 33-35, erindi stjórnar Félags eldri borgara um húsnæðismál og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri 

Landfylling, lagnavinna og löndun á höfninni

Vinna við landfyllingu í höfninni gengur vel. Búið er að hlaða hluta sjóvarnargarðs við suðurhlið fyllingarinnar. Garðurinn verður 145 m og er um það bil lokið við 1/3 hans.        

Nemendur grunnskólans taka til

1-3. bekkur og 8-9. bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar tóku að sér ruslahreinsun í bænum í dag undir stjórn verkstjóra áhaldahúss. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri ræddi einnig við nemendur 3. bekkjar um umhverfismál.   Nokkrir nemendur 3. bekkur í ruslatínslu í dag

Dagur umhverfisins 25. apríl - hreinsunarátak

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn, árið 1762. Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður endurnýtingu og er fólk hvatt til að flokka, skila og endurnýta.  

Svar við spurningu vikunnar

Grundarfjörður var með kaupstaðarréttindi í 50 ár frá 1786 til 1836. Þessa vikuna tóku 67 þátt og voru 19 eða 28% með rétt svar.  

Almennar sveitastjórnarkosningar

Almennar sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 27. maí 2006. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í umdæmi Sýslumanns Snæfellinga, fer hún fram á eftirtöldum stöðum:  

Framkvæmdaáætlun skv. Green Globe

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa sett sér sameiginlega umhverfisstefnu og verið í vottunarferli Green Globe 21. Þar er áhersla lögð á sjálfbæra þróun. Sveitarfélögin settu sér sjálf markmið og er þau að finna í sérstakri framkvæmdaáætlun sem lesa má með því að smella hér.  

Opinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2006

Þann 28. febrúar sl. hélt bæjarstjórn opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun 2006. Hægt er að skoða kynninguna með því að smella hér. 

Tilboð opnuð í Sæból 33-35

Í dag kl. 12:00 voru opnuð tilboð í „blokkina“, Sæból 33-35. Sex tilboð bárust. Tilboðin voru eftirfarandi:   Þórður Magnússon, 42.000.000 Lárus Skúli Guðmundsson, 43.406.000 Magnús Óskarsson, Ólafur Björn Ólafsson, Barbara Paciejewska og Jolanta Glaz, 44.450.000 Guðmundur Runólfsson hf., 48.000.000 Landsmenn byggingaverktakar ehf., 49.115.000 Óli Jón Gunnarsson, f.h. óstofnaðs hlutafélags, 53.000.000