Lögheimilisskráning – kjörskrá

Kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Ennfremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag og hafa náð 18 ára aldri. Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla þessi skilyrði og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. (úr lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998)  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Landnámsmennirnir þrír í Eyrarsveit hétu Herjólfur, Vestar og Kolur. Alls tóku 105 þátt þessa vikuna og voru 63 eða 60% með rétt svar. 

Hreinsunarátak!

Nú fer í hönd árlegt hreinsunarátak í bænum. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka til á lóðum sínum, koma rusli fyrir í sorppokum og koma því út fyrir lóðamörk. Verkstjóri áhaldahússins verða á ferðinni um bæinn og hirðir upp rusl frá húseigendum sem sett hefur verið í poka útfyrir lóðamörk dagana 28. apríl – 2. maí.   Ef óskað er upplýsinga um hreinsunina má hafa samband við verkstjóra í s: 691-4343   Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að moldarhaugar sem búið er að setja í og við Hönnugil verða sléttaðir út í næstu viku.   Stöndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið!  

Garðaúrgangsgámur og mold

Gám fyrir gras og garðaúrganga hefur verið komið fyrir á gámastöðinni. Athugið að eingöngu má setja í hann garðaúrgang en ekki svarta ruslapoka eða annað þess háttar.   Mold í körum er nú einnig fáanleg. Bæjarbúum er bent á að hafa samband við verkstjóra áhaldahúss í s: 691-4343 um tilhögun við moldina. Moldin er afhend endurgjaldslaust á Gilóseyrum en íbúar verða sjálfir að sjá um flutning á körunum þaðan.    Verkstjóri  

Frábær stemning

Frábær stemning var í íþróttahúsinu í kvöld, fullt hús á báðum leikjum UMFG. Fólk mætti með lúðra og trommur og gengu margir hásir út í nóttina.   Karlarnir töpuðu sínum leik gegn Þrótti N en konurnar unnu glæsilegan sigur á Víkings konum.  

Mikilvægir leikir á blakmóti

Laugardagskvöld kl 22:15 spila UMFG karlar við Þrótt N.Leikurinn er í Grundarfirði.  

Okkar lið á Öldungamótinu

Nú er fyrsta keppnisdegi hjá liðum UMFG á öldungamótinu í blaki lokið.  Konurnar stóðu sig með prýði í og unnu bæði lið Þróttar N og Röstina. Þær töpuðu svo síðasta leiknum í dag en hann var á móti ÍK. UMFG konurnar eiga leik á laugardagsmorgun kl 8:00 í Ólafsvík og kl 23:45 spila þær við Víking Ó hér í Grundarfirði.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju

West SideStory Ásamt sígildum popplögum Og Vínartónlist   Stjórnandi er Jón Karl Einarsson  

Öldungamót BLÍ - sundlaugin lokuð í dag og á morgun

Í morgun, 28. apríl, hófst 31. Öldungamót BLÍ. Snæfellsbær heldur mótið að þessu sinni en einnig er spilað í íþróttahúsinu hér í Grundarfirði. 95 lið eru skráð til keppni og má því ætla að um þúsund manns sæki Snæfellsnes um helgina. Sundlaugin verður lokuð í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, þar sem búningsherbergin í íþróttahúsi og sundlaug leyfa ekki meiri fjölda fólks en fylgir blakmótinu. Sundlaugin verður opin á sunnudag.   Grundarfjarðarvefurinn hvetur íbúa til þess að kíkja í íþróttahúsið og fylgjast með leikjum keppninnar! 

Stuðningshópur ADHD

Kæru foreldrar og aðstandendur! Næsti fundur fyrir Grundarfjörð og Stykkishólm verður haldinn í kvöld, fimmtudag 27. apríl, kl. 20:30 í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar veitir Vigdís Gunnarsdóttir félagsráðgjafi í s: 891-7804.   Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga