Gjöf til kirkjunnar

Rósa Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur   Síðastliðinn fimmtudag mætti Rósa Guðmundsdóttir og gaf fyrir hönd Guðmundar Runólfssonar hf. Grundarfjarðarkirkju 3 metra hátt sígrænt jólatré sem kirkjugestir munu njóta á jólum næstkomandi ára. 

Félagsmiðstöðin Eden

Helgi Rafn Benedikt Berg                                               Við í félagsmiðstöðinni Eden byrjuðum veturinn á því að fá nýja aðstöðu sem staðsett er í grunnskólanum. Rýmið sem við höfum nú er bæði stærra og aðgengilegra en það sem við vorum í áður. Með þessum breytingum hefur mæting unglinganna aukist til muna, auk þess sem rýmið býður uppá meiri möguleika hvað varðar dagskrá og fjölbreytileika. Við vorum svo heppin að Tilvera var tilbúin að styrkja okkur um grjónapúða og gátum við keypt fimm nýja púða sem hafa vakið mikla lukku og viljum við þakka þeim kærlega fyrir það.

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2011

Þorsteinn Már Ragnarsson, íþróttamaður Grundarfjarðar 2011   Á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei s.l. sunnudag var valinn íþróttamaður ársins 2011. Sá sem hlaut þá nafnbót þetta árið var Þorsteinn Már Ragnarsson fyrir glæsilegan árangur í knattspyrnu, en hann vann einnig titilinn í fyrra. Fyrir vikið fékk hann fallegt listaverk sem Dagbjört Lína gerði en henni eru færðar miklar þakkir fyrir, sem og Líkamsræktinni og Samkaupum fyrir stuðninginn við verðlaunin. 

Jólabingó í sal Fjölbrautaskólans.

Stórglæsilegt bingó sem eldri sveit Lúðrasveitarinnar heldur til styrktar ferðasjóð sveitarinnar.Athugið að bingóið verður fimmtudaginn 1. desember nk. og hefst kl 18 en ekki 19 eins og auglýst var í Jökli og Stykkishólmspósti. 

Kveikt á jólatrénu

  Kveikt verður á jólatrénu í Grundarfirði, við leikandi söng kirkjukórsins, klukkan 17.45 fyrsta í aðventu, þ.e. sunnudaginn 27. nóvember nk.  Jólasveinar mæta á svæðið og ætla að dansa í kringum jólatréð. Allir að mæta og eiga gleðilega stund.  

Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr

Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr verður haldinn 29. nóvember 2011 kl. 18.00 í Sögumiðstöðinni. Venjuleg aðalfundarstörf Sjá einnig inná: www.vestarr.net.  

Breyttur opnunartími gámastöðvar.

Samþykkt var á bæjarráðsfundi þann 22 nóvember 2011 að breyta opnunartíma gámastöðvar á laugardögum. Í stað 10.00 - 12.00 verður opið 12.00 - 14.00. Frá og með 1. desember nk. verður opnunartími gámastöðvar því þessi: mánudaga - föstudaga kl. 16.30 - 18.00 laugardögum  kl. 12.00 - 14:00

Jólaföndur í Grunnskóla Grundarfjarðar

Á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember,  verður árlegur jólaföndurdagur foreldrafélagsins haldinn. Foreldrafélagið verður með jólaföndurvörur til sölu á 1000 kr. fyrir fyrsta barn en svo 500 kr. fyrir næsta. Einnig verða seldar vöfflur sem 7. og 8. bekkur mun sjá um.  

Ertu búin að borga?

Kæru grundfirðingar! Takk fyrir hjálpina, þeir sem styrktu okkur strákana með kaupum á kjöti fyrir ferðina okkar til Svíþjóðar. En þeir sem eiga eftir að leggja inn á okkur eru vinsamlegast beðnir um að gera það fljótt og örugglega á: reikn. 0194-15-250059 kt. 520290-2579   Takk fyrir stuðninginn Svanlaugur og Aron Freyr.

Tónleikar stórsveitar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl 20.00 mun Stórsveit Fjölbrautaskóla Snæfellinga halda sína fyrstu tónleika og verða þeir í matsal FSN. Stórsveitin er nýr áfangi í skólanum og er samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Í sveitinni eru 15 nemendur og vonandi mun Stórsveitin vaxa og dafna um ókomin ár. Við vonumst til að sjá sem flesta og heyra skemmtileg lög úr ýmsum áttum.