Notalegar heimsóknir yngstu nemendanna í Sögumiðstöðina

    Það var notaleg stemmning í Sögumiðstöðinni þegar ungir nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar og leikskóladeildinni Eldhömrum litu inn. Unga fólkið naut sín vel með kakó og smákökur frá Kaffi Emil og lásu bækur. Krakkarnir á Eldhömrum horfðu einnig á skemmtilega jólamynd inni í Bæringsstofu.  

Viltu skipta um hlutverk við Breta í viku fyrir BBC?

    Breska sjónvarpsstöðin BBC leitar að einstaklingi á aldrinum 25-50 ára sem er til búinn að skipta um hlutverk við breskan einstakling í 7-10 daga fyrir heimildaþáttaröð stöðvarinnar. Þættirnir eru sex talsins og fer einn Breti á einhvern einstakan stað í hverjum þætti til að upplifa nýtt ævintýri. Á sama tíma fer sá einstaklingur sem skipt er við til Bretlands til að upplifa líf viðkomandi einstaklings þar. Allur kostnaður af skiptunum er greiddur af BBC.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.    

Ferðamálastofa styrkir rekstur upplýsingamiðstöðvar í Sögumiðstöðinni

    Grundarfjarðarbær fékk á dögunum styrk frá Ferðamálastofu til vetraropnunar upplýsingamiðstöðvar. Gríðarlega mikilvægt er að veita góðar og réttar upplýsingar til ferðamanna yfir vetrartímann og vegna þeirrar miklu fjölgunar sem hefur orðið á ferðamönnum hér í bæ gegnir upplýsingamiðstöðin í Sögumiðstöðinni æ stærra hlutverki er varðar öryggi þeirra.  

Skemmtilegri jólahurðasamkeppni lokið í Grunnskóla Grundarfjarðar

  Vinningshurðin er af Rúdolf hreindýri sem mistókst lending á Kirkjufellinu.   Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í skólum bæjarins og ekki síst á aðventunni. Í dag voru tilkynnt úrslit í jólahurðasamkeppni grunnskólans en nemendur höfðu með aðstoð kennara sinna skreytt alls 18 hurðir í skólanum.   

Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2016

  Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin þriðjudaginn 20. desember í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 Allir velunnarar skólans eru velkomnir.Skólameistari  

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar árið 2017

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar A- og B-hluta sjóða fyrir árið 2017 var samþykkt á  fundi bæjarstjórnar 8. des. sl.    

Aukalosun á grænu tunnunni

Þriðjudaginn 20. desember nk. mun Íslenska gámafélagið sjá um aukalosun á grænu tunnunni. Aðrar sorplosanir verða skv. sorphirðudagatali.  

Leikskólastarf í Grundarfirði 40 ára

Kæru Grundfirðingar!   Þann 4. janúar 2017 eru liðin 40 ár síðan leikskóli var fyrst starfræktur hér í Grundarfirði.  Af því tilefni bjóðum við til afmælisveislu í Leikskólanum Sólvöllum laugardaginn 7. janúar, kl. 14:00-16:00.   Í afmælisveislunni munu nemendur skólans syngja fyrir gesti. Auk þess verður kynning á starfi leikskólans í máli og myndum, en hægt verður að sjá myndir frá tímabilinu á skjá og í myndaalbúmum. Boðið verður upp á kaffi og afmælisköku.   Á þessum tímamótum á Matta okkar, Matthildur Guðmundsdóttir, 40 ára starfsafmæli. Hún hefur starfað við leikskólann í Grundarfirði frá upphafi.   Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.   Nemendur og starfsmenn Leikskólans Sólvalla    

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar