Hundahreinsun í Grundarfirði

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 26.janúar næstkomandi frá kl.13-16.30. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

40 ára leikskólastarfi fagnað í Grundarfirði

  Nemendur leikskólans Sólvalla tóku lagið fyrir gesti   Síðastliðinn laugardag var því fagnað að 40 ár eru síðan leikskólastarf hófst í Grundarfirði, en það var þann 4. janúar árið 1977 sem opnaður var leikskóli í húsi grunnskólans. Vel var mætt til afmælishátíðarinnar sem haldin var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en í kjölfarið var opið hús í leikskólanum Sólvöllum þar sem starfsfólk kynnti starf leikskólans frá stofnun hans.  

55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður

    Í dag eru liðin 55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður og hófst kennsla í elsta hluta skólans í kjölfarið. Kennarar og nemendur gerðu sér dagamun í tilefni af afmælinu; sungu afmælissönginn og gæddu sér á köku.  

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Grundarfirði, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Grundarfjarðar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning!

    Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu föstudaginn 6. janúar kl 18:00 í Hrafnkelsstaðabortni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks, álfar sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll með góða skapið og kveðjum jólin saman!  

40 ára leikskólastarf í Grundarfirði

    Í dag, 4. janúar 2017, eru fjörtíu ár frá því leikskólastarfsemi hófst hér í Grundarfirði. Það var Rauðakrossdeildin í Grundarfirði sem hafði frumkvæði að ferkefninu og setti upp fyrstu leikskóladeildina í grunnskólanum. Í tilefni af afmælinu verður hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu nk. laugardag, 7. janúar, klukkan 13:30 og í beinu framhaldi verður svo opið hús í leikskólanum Sólvöllum til klukkan 16:00.   Allir hjartanlega velkomnir!      

Hriða rusl eftir áramótin

Bæjarbúar eru vinsamlegast hvattir til að hreinsa upp eftir sig það rusl sem liggur á götum og gangstéttum eftir áramótin. Tökum höndum saman og höldum bænum okkar hreinum.  

Opnunartími bæjarskrifstofu um áramót

Lokað 2. janúar opnar aftur 3. janúar. Gleðilega hátíð.  

Glæsilegir jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

    Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 15. desember síðastliðinn. Að vanda voru tónleikarnir stórglæsilegir og ánægjulegir. Það er virkilega gaman að sjá hversu miklir hæfileikar leynast í bænum okkar og hvað nemendur eru einbeittir og færir í að koma fram. Það fer ekkert á milli mála að mikið og gott starf er unnið í tónlistarskóla bæjarins.  

Myndaseríur bókasafnsins

Jólaauglýsing bókasafnsins er í Jökli vikublaði. Á facebook má skoða myndaseríur, m.a. af bókakápum. Bókamyndir á bæjarsíðunni. Opið á Þorláksmessu kl. 13-20. Annars virka mánudaga-fimmtudaga kl. 13-17.