Áætlunarakstur um páska á Vesturlandi

Hópferðamiðstöðin TREX hefur gefið út áætlun um akstur á Vesturlandi um páskana og má nálgast áætlunina hér.  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Árið 1952 var fyrsta brúin byggð í Eyrarsveit. Hún var yfir ána Kverná. Alls tóku 98 þátt og voru 25, eða 25%, með rétt svar. Flestir eða 32 svöruðu Kirkjufellsá.

Skipulagsvinna

Þann 15. mars sl. var haldinn almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndir sem Zeppelin arkitektar hafa unnið með skipulagshópi bæjarins. Fundurinn var gagnlegur og komu margar ábendingar þar fram.  

Þjónusta embættis sýslumanns Snæfellinga í Grundarfirði

Starfsmaður embættisins er til viðtals á fimmtudögum frá kl 10:00 til 12:30. Þá er auk annars hægt að sækja um vegabréf og ökuskírteini; leggja inn skjöl til þinglýsingar; koma með erindi til Tryggingastofnunar ríkisins og greiða þau gjöld, sem embættið innheimtir. Síminn á skrifstofu embættisins í Grundarfirði er 430-4145.

Yfirlýsing frá bæjarstjóra

Kæru íbúar! Eins og margir hafa nú þegar heyrt hef ég tilkynnt að ég muni láta af starfi bæjarstjóra að afstöðnum sveitarstjórnakosningum sem fram fara 27. maí n.k. Mér finnst rétt að gera aðeins grein fyrir þessari ákvörðun.

Fasteign til sölu

Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu fasteignina að Sæbóli 33-35, „blokkina“.   Bæjarstjórn óskar eftir tilboðum í húsið sem eina heild, þ.e. ekki er hægt að gera tilboð í eina eða fleiri íbúðir sérstaklega.   Húsið var byggt árið 1978 og er tæpir 690 m2 að stærð, lóð þess er 1958 m2. Húsið skiptist í 8 íbúðir, fjórar í hvorum stigagangi. Í hvorum stigagangi eru tvær litlar, 57,5 m2, og tvær stórar, 114,8 m2, íbúðir. Endurbætur voru gerðar á húsinu árið 2001. Þá var húsið klætt að utan, skipt um þak og glugga, stigahúsi breytt og svalir yfirbyggðar, auk ýmissa frekari endurbóta.  

Framkvæmdir við Leikskólann Sólvelli

Stækkun og framkvæmdir við Leikskólann Sólvelli ganga vel. Húsið er nánast fullbúið að utan. Að innan er búið að leggja í gólf og setja upp flesta milliveggi, ásamt tilheyrandi rafmagns- og pípulögnum. Verið að sparsla og mála veggi að innan en allir innveggir í húsinu eru gifsklæddir. Á meðfylgjandi mynd er Grétar Höskuldsson að sparsla.    

Um daggæslu í sveitarfélaginu

Á fundi fræðslunefndar bæjarins 13. mars sl. var rætt um skipan daggæslumála, stuðning sveitarfélagsins við daggæslu ungra barna og kynningu á úrræðum. Hér koma nokkrir punktar um daggæslumálefni í Grundarfirði.    

Rétt svar við spurningu vikunnar

Framkvæmd við að byggja Suðurgarð, eða hafnargarð, var hafin árið 1978. Alls tóku 90 þátt þessa vikuna og voru 17 eða 19% með rétt svar! 

Heimasíða fyrir hitaveitu í Grundarfirði

Orkuveita Reykjavíkur hefur útbúið vefsíðu fyrir hitaveituverkefnið í Grundarfirði. Á síðunni er hægt að fylgjast með fréttum af gangi rannsókna sem nú standa yfir, ýmsar skýrslur auk þess sem gagnvirkur tengill er fyrir spurningar og svör um verkefnið. Hægt er að sjá síðuna með því að smella hér.