Ný gjaldskrá um gatnagerðargjald

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. mars sl. breytta gjaldskrá um gatnagerðargjald í Grundarfirði. Helsta breytingin er sú að við úthlutun lóða eftir samþykkt verður ekki lengur miðað við rúmmál bygginga heldur verður ákveðið verð á hvern fermetra lóðar. Mun þetta leiða til töluverðrar einföldunar við útreikninga og unnt verður að ,,verðmerkja" einstakar lóðir strax.  

Opið hús fyrir 16-20 ára

Miðvikudagskvöldið 15. mars sl. var opið í sögumiðstöðinni fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður mættu um 24 hress og kát ungmenni. Flestir settust makindalega fyrir framan skjáinn og horfðu á mynd og aðrir spiluðu á spil.  

Frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Sjá nánar hér. 

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnslaust verður á öllu Snæfellsnesi aðfararnótt 17 mars á milli kl. 03.00 og 04.00 

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2006

Félagsmálaráðuneytið hefur birt auglýsingu um sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí 2006.   Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar er til kl. 12 á hádegi 6. maí 2006. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 3. apríl 2006.   Sjá auglýsingu félagsmálaráðuneytisins. 

Íbúafjöldi 31. desember 2005

Hagstofa Íslands hefur gefið út endanlegar mannfjöldatölur 31. desember 2005. Samkvæmt þeim voru íbúar í Grundarfirði 975 talsins, en skv. bráðabirgðatölum 1. desember voru íbúarnir 974. Sú nýjung er á vef Hagstofunnar að nú er hægt að skoða fjölda íbúa eftir götum. Þess má geta að 27% íbúa í þéttbýli Grundarfjarðar búa við Grundargötu, 13% við Sæból og 8% við Eyrarveg. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Minningartónleikar í Stykkishólmskirkju

Minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Stykkishólms og fyrrum organista og kórstjóra Stykkishólmskirkju verða haldnir í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 19. mars n.k. og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.  

Skipulagsfundur miðvikudagskvöld - MUNA

Fundur í samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 15. mars kl. 20.00. Kynntar verða skipulagshugmyndir sem Zeppelin arkitektar hafa unnið fyrir skipulagshóp Grundarfjarðarbæjar.   Um er að ræða skipulag miðbæjar, íbúðarsvæði við vestanverða Grundargötu, skipulag íþróttasvæðis, íbúðabyggð í Grafarlandi, tengingar milli svæða og fleira. Íbúar hvattir til að kynna sér tillögurnar og leggja sitt af mörkum til skipulagsvinnunnar.  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Grundarrétt var hlaðin úr grjóti árið 1907. Alls tóku 85 þátt og voru 36 eða 42% með rétt svar.

Nýr starfsmaður á bæjarskrifstofu

Kristín Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofunni. Hún hefur störf þriðjudaginn 14. mars. Vinnutími hennar verður á opnunartíma skrifstofunnar, mánudaga-fimmtudaga kl. 9.30-15.30 og föstudaga kl. 9.30-14.