4.fl kvenna spilaði í Garðabænum

4. fl kv spilaði við lið Stjörnunnar í gær. A lið UMFG tapaði sínum leik 0-5 en þrátt fyrir tapið voru stelpurnar að spila góðan bolta. B lið UMFG sigraði Stjörnuna 4-3 og áttu þær Silja Guðnadóttir, Silja Rán, Lilja Bjarnadóttir og Arndís stórleik.

„Á góðri stund“ - 2 dagar

Skapast hefur hefð fyrir því að bæði Hesteigendafélag Grundarfjarðar og Golfklúbburinn Vestarr bjóði gestum upp á skemmtun þessa hátíðarhelgi.

„Á góðri stund“ - 3 dagar

Veitingahúsin í Grundarfirði, þrjú talsins, hafa öll upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða í tilefni hátíðarinnar.  

Sparkvöllur í Grundarfirði

Framkvæmdir standa nú sem hæst við gerð sparkvallar við Grunnskóla Grundarfjarðar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í ágúst og að völlurinn verði svo opnaður í haust. Gerð sparkvalla víða um land er átaksverkefni á vegum KSÍ.      

Skemmtiferðaskip í höfninni

Skemmtiferðaskipið Hanseatic kom til hafnar í Grundarfirði kl. 08:00 í morgun. Farþegar skipsins eru flestir þýskir. Skipið verður hér til kl. 15:00 í dag.

"Á góðri stund" - 4 dagar

Það styttist í hátíðina "Á góðri stund í Grundarfirði". Undirbúningur er kominn í fullan gang og mikil spenna og tilhlökkun ríkir meðal íbúa! Kalli Bjarni, Idol stjarna Íslendinga og Grundfirðingur verður í Grundarfirði á hátíðinni

5.fl kvenna keppti á íslandsmótinu

 Þann 13.júní spiluðu stelpurnar í 5.flokki í riðlakeppni  íslandsmótsins. Mótið var hraðmót og var haldið á Fylkisvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem UMFG sendir lið í 5.fl kv á íslandsmótið og stóðu stelpurnar sig með ágætum,unnu einn leik en töpuðu tveimur. Mótið fór fram á gervigrasi en okkar stelpur höfðu aldrei áður spilað á þannig velli. Næsta mót hjá 5.fl kv verður pæjumótið á Siglufirði sem haldið er 5-8 ágúst.

Fréttir af starfi Fjölbrautaskólans og skólabyggingu

Rúmlega 100 nemendur hafa staðfest skólavist sína í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn 2004. Undirbúningur gengur vel og gengið hefur verið frá ráðningu nær allra starfsmanna. Fastir starfsmenn verða í kringum 10 fyrsta skólaárið, 

Gatnagerð í Ölkeldudal

Vinna við gatnagerð í Ölkeldudal er í fullum gangi. Áætlað er að henni verði lokið í október. Búið er að tengja nýja veginn, Ölkelduveg við Hjaltalínsholtið. Það eru verktakarnir Dodds ehf. og Rávík ehf. sem sjá um  verkið.   Á myndinn eru þeir Diddi og Elvar, starfsmenn Dodds ehf., stoltir af framkvæmdunum!

Álaveiðimenn

Egill, Andri og Heiðdís         Í vikublaðinu Þey í morgun birtist frétt um álaveiðimenn í Hönnugili. Veiðimennirnir voru tveir, þeir Egill Jónsson og Andri Ottó Kristinsson, og þeim til halds og trausts var systir Andra, Heiðdís Lind Kristinsdóttir. Veiðimönnunum var mikið í mun um að rétt væri farið með fréttir af atburðinum enda stoltir af fangi sínu. Það merkilega er að eina leiðin fyrir álinn frá sjónum í pollinn er annaðhvort um holræsa- eða gatnakerfi bæjarins.