Annar sigur hjá 4.fl. karla

Strákarnir stóðu sig mjög vel í dag og sigruðu Fylki 6-1.  Steinar Már skoraði 2 og Brynjar 4.

Búferlaflutningar á 2. ársfjórðungi

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar tölur um búferlaflutninga fyrir annan ársfjórðung. Fyrstu sex mánuði ársins urðu breytingar á íbúafjölda á Vesturlandi eftirfarandi: Brottfluttir umfram aðflutta á Vesturlandi voru 72.

Þjóðhátíðardagur Frakka

Í dag, 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakka. Eins og flestum er kunnugt er Grundarfjörður í vinabæjarsamskiptum við franskan bæ, Paimpol á Bretagneskaga. Grundarfjarðarbær óskar Frökkum til hamingju með daginn!  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Columbus kom til hafnar hér í Grundarfirði kl. 08:00 í morgun. Skipið leggur aftur úr höfn kl. 14:00 í dag. Farþegar skipsins eru flestir þýskir. Þetta er fimmta koma skemmtiferðaskipa í sumar, en átta komur eru eftir.

Sigur hjá 4.fl karla

Strákarnir okkar sigruðu Skallagrím í dag 9-3. Mörkin okkar skoruðu Steinar Már 2, Þorsteinn Már 1, Heimir Þór 2, Brynjar 3 og Marínó 1. Til hamingju strákar. 

Breyttur æfingatími í frjálsum í júlí.

Breyttur æfingatími í júlí. Vegna sumarfría í júlí verða æfingar hjá 8 ára og yngri færðar til kl 16:00 og verða þau með 9-10 ára krökkunum en æfingar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum.  

Leitað að umhverfisráðherrum

Bæjarstjóri leitar eftir samstarfi við 2-3 íbúa í hverju hverfi, bláa, græna, gula og rauða hverfinu. Leitað er að einstaklingum sem eru áhugasamir um sitt nánasta umhverfi og eru tilbúnir að vera til ráðgjafar og sem tengiliðir við sín hverfi.  

Viðgerðir á sundlauginni

Nú standa yfir viðgerðir á sundlauginni. Í vor hafði gert vart við sig umtalsvert sig í jarðveginum við bakkann við grynnri enda laugarinnar. Sundlaugarveggurinn var farinn að tútna út og halla inn á við og vöknuðu grunsemdir um að grind laugarinnar væri orðin það fúin, að nú væri hún að gefa sig undan þunga jarðvegarins.    

Sumarhátíð á Leikskólanum Sólvöllum

Í tilefni þess að síðasti kennsludagur leikskólans fyrir sumarfrí er í dag voru grillaðar pylsur fyrir leikskólabörnin auk þess sem Esso bauð þeim öllum upp á ís.    

Hverfahátíðir

Eins og flestir vita verður sú nýbreytni tekin upp á hátíð Grundfirðinga nú í lok júlí ,,Á góðri stund í Grundarfirði" að hafa svokallaðar hverfahátíðir. Bænum er skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert hverfi fær sinn lit. Hvert hverfi heldur svo ,,hverfahátíð" seinni part laugardags. Að hátíð lokinni ganga hóparnir fullum skrúða niður að hátíðarsvæði þar sem hvert hverfi verður með skemmtiatriði.