3.fl kv spilaði við FH í gær.

 Í gær spilaði 3.fl kv við FH og endaði leikurinn með jafntefli 2-2. Mörk Grundarfjarðar gerðu þær Stefanía og Sandra. Stelpurnar okkar spiluðu langt frá sinni réttu getu í leiknum og ekki hjálpaði dómarin til með að halda leiknum á sæmileg plani.

4.fl A og B spiluðu í brjáluðu roki

Í gær spilaði 4. fl kvenna við lið Þróttar R. Hrikalega hvasst var á vellinum og var örugglega hlaupið meira á eftir boltanum utan vallar heldur en innan. Úrslitin urðu þannig að A lið Grundarfjarðar sigraði A lið Þróttar R 3-2 og voru það þær Helga Rut,Sigurrós og  Laufey Lilja sem skoruðu fyrir okkar lið. B liðin gerðu síðan markalaust jafntefli, okkar lið var allan tíman í sókn en stelpunum tókst ekki að koma boltanum í markið.

Sigur hjá 3.fl kvenna

Stelpurnar í 3.fl spiluðu í gær við lið Skallagríms og unnu leikinn 6-4. Mörk Grundarfjarðar skoruðu Kamilla,Hafdís Lilja og Kristín. Góð mæting áhorfenda var á leikinn. Stelpurnar eru komnar með 9 stig og eru í öðru sæti í sínum riðli. 

Höfnin með þeim fyrstu til að uppfylla ákvæði um siglingavernd

Í maí sl. staðfesti Siglingastofnun Íslands formlega verndaráætlun Grundarfjarðarhafnar, skv. ákvæðum alþjóðasamþykktar um siglingavernd. Í lok júní var svo staðfest að höfnin hefði uppfyllt skilyrði reglna um hafnavernd. Grundarfjarðarhöfn var þannig með fyrstu íslensku höfnunum til að ljúka gerð verndaráætlunar og fá staðfestingu á gildi hennar og tilheyrandi ráðstöfunum.  

Sundlaugin lokuð fimmtudag og föstudag

Sundlaug Grundarfjarðar verður lokuð nk. fimmtudag og föstudag vegna viðgerða.   Sundlaugarverðir 

Friðrik Vignir með tónleika í Stokkhólmi

  Friðrik Vignir Stefánsson organisti Grundarfjarðarkirkju mun halda einleikstónleika í Stokkhólmi í boði organista Katarina safnaðar. Tónleikarnir verða haldnir í Katarina-kirkju fimmtudaginn 15. júlí nk. kl. 12.00.    Af því tilefni mun Friðrik Vignir bjóða Grundfirðingum á opna æfingu fimmtudagskvöldið 8. júlí nk. kl. 20.30 þar sem þeim gefst kostur á að hlusta á efnisskrá hans. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.    

Nýr læknir á heilsugæslustöðina

Hjalti Guðmundsson læknir tekur til starfa á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í dag, 1.júlí. Hann mun starfa hér í 2 mánuði, eða til 1. september nk.

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarch

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarch kom til Grundarfjarðar á áttunda tímanum í morgun. Skipið ristir mjög djúpt og getur því ekki laggst að bryggju. Farþegar skipsins eru um 400, flestir þýskir, og fara um 320 þeirra í rútuferðir í dag. Sem stendur er verið að ferja farþegana í land. Áætlað er að skipið verði hér til 13:30. Þess má geta að Ocean Monarch er eina skipið sem ekki getur laggst að bryggju af þeim 13 skipum sem heimsækja Grundarfjarðarhöfn þetta sumarið.    

Breytingar á sundæfingum.

Við höfum ákveðið að breyta æfingatímunum í sundi. Tímarnir sem voru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30 verða framvegis á mánudögum kl.11 og miðvikudögum kl.10.

Skin og skúrir í boltanum.

Á mánudaginn spilaði 3.fl kvenna UMFG við Ægir frá Þorlákshöfn og unnu stelpurnar okkar leikinn 5-2. Hafdís Lilja og Kristín voru báðar með 2 mörk og Diljá skoraði 1. Í gær þriðjudag var leikur í 4.fl karla og spiluðu strákarnir okkar við lið Breiðabliks leikurinn endað með sigri Breiðabliks 0-5. Stelpurnar í 4.fl spiluðu á Selfossi í gær og töpuðu báðum leikjunum. A liði tapaði 2-6 og B liði 1-4. Mörk A liðsins gerðu Helga Rut og Laufey Lilja en mark B liðsins gerði Björg.