Ölkeldudalur byggist

Séð yfir hið nýja hverfi Á árinu 2003 var unninn fyrsti áfangi í gatnagerð í Ölkeldudal, sem er svæði afmarkað af grunnskóla og íþróttahúsi í austri, dvalarheimilinu Fellaskjóli að norðanverðu og íbúðabyggð á Hjaltalínsholti í vestri. Nýr vegur, Ölkelduvegur, tengir saman þessa staði og mannvirki. Framkvæmdum við gatnagerð og lagnir var fram haldið á þessu ári, en með þeim urðu til 13 byggingarlóðir fyrir raðhús, 4 lóðir eru ætlaðar undir einbýlishúsabyggingar syðst á svæðinu, auk þess sem parhús verður á einni lóð. Á öllum lóðunum er heimilt að byggja eins til tveggja hæða byggingar.

Gámastöðin lokuð á laugardaginn

Gámastöðin verður lokuð á morgun, laugardaginn 18. desember nk., vegna jarðarfarar.   Verkstjóri 

Jólaball í Leikskólanum Sólvöllum

Jón Bald tekur við jólapakka frá jólasveininum Jólaball var haldið í Leikskólanum Sólvöllum í gær, fimmtudaginn 16. desember. Dansað var kringum jólatré og kennarar úr tónlistaskólanum, þeir Friðrik Vignir og Kristján léku undir söng. Jólasveinar komu í heimsókn og færðu öllum gjafir. Eftir ballið var boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur sem nemendur leikskólans höfðu bakað fyrir jólaballið. Ánægjulegt var hversu margir foreldrar mættu á jólaballið til að taka þátt í gleði barnanna.

Brúarhátíð í Grundarfirði

Á morgun, laugardaginn 18. desember, halda verslanir í Grundarfirði Brúarhátíð í tilefni af opnun vegar yfir Kolgrafarfjörð. Frá klukkan 14 - 18 verða verslanirnar Hrannarbúðin, Hamrar, Blómabúð Maríu, Lindin, Gallerí Tína og Stellubúð með ýmsa afslætti í tilefni af þessari miklu samgöngubót.

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir fimmtudaginn 16. desember sl. í Grundarfjarðarkirkju. Nemendum var skipt upp í tvo hópa eftir aldri og sýndu þau foreldrum sínum og öðrum gestum afrakstur annarinnar.

Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar á netinu

Foreldrafélag grunnskólans hefur opnað vefsíðu. Þar er að finna allar helstu upplýsingar er varða félagið. Síðan er á vef grunnskólans og hana má sjá hér. 

Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar

Hollvinasamtök Grundarfjarðar hafa nú fengið sérstakan flipa á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Þar er t.d. að finna fréttir samtakanna, fundargerðir, samþykktir og myndasafn. Flipinn er lengst til hægri efst á síðunni.

Byggingaframkvæmdir í Ölkeldudal

Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf. er að byggja parhús við Ölkelduveg nr. 25-27. Íbúðirnar eru hver um sig um það bil 120 m2, þar af 30 fm bílskúr. Að sögn Guðmundar eru lóðirnar í Ölkeldudal mjög skemmtilegar byggingarlóðir.   Smiðirnir Guðmundur Friðriksson og Guðjón Gíslason

Kringlumýri, Kastalar, Lóm(a)tjörn og Hópið

  Þar er bjart og vítt til veggja, fjallahringur til handa beggja. Sólin sést þar snemma rísa og hafflötinn að kveldi lýsa.   Svo er ort um Hjarðarból, en nýi vegurinn í Kolgrafafirði liggur vestanmegin um land jarðarinnar Hjarðarbóls. Með opnun nýja vegarins og brúarinnar yfir Kolgrafafjörð opnast einnig nýjar víddir í landslagi á svæðinu, sjónarhorn sem ekki voru eins aðgengileg almenningi áður. Fróðlegt er þá að velta fyrir sér örnefnum á svæðinu.

Ánægðir Snæfellingar aka yfir Kolgrafafjörð

Í dag, 13. desember 2004, var merkum áfanga náð í samgöngusögu Snæfellinga þegar opnað var formlega fyrir umferð yfir nýju brúna og veginn yfir Kolgrafafjörð. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem ók fyrstur yfir fjörðinn og í kjölfarið var hið nýja samgöngumannvirki opnað fyrir almennri umferð.