Sinfóníuhljómsveit Íslands í Snæfellsbæ

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Félagsheimilinu á Klifi í Snæfellsbæ í kvöld klukkan 20.00. Miðasala verður við innganginn. Á  þessum tónleikum mun hornleikarinn Stefán Jón Bernharðsson leika einleik, en hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson er faðir hans.    

Framkvæmdir við hitaveitu

Nú í vikunni á að fara að setja djúpdælu niður í borholuna á Berserkseyri, sem mun dæla upp vatni næstu mánuði, til að sannreyna hver afköst holunnar verða í sekúndulítrum en vonast er til að holan gefi um 25 – 30 ltr/sek.  Til að hægt sé að athafna sig við að koma dælunni niður verður að "kæfa" vatnsrennsli uppúr holunni, enda rennur nú uppúr henni um 5 sekúndulítrar af 75 gráðu heitu vatni. Þetta er gert með svokölluðum saltpækli, sem dælt er niður í holuna og við það mun rennsli uppúr henni stöðvast tímabundið. 

Tónlistarskólinn fullmannaður

Ráðið hefur verið í allar stöður í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Þórður Guðmundsson, sem ráðinn var skólastjóri í námsleyfi Friðriks Vignis, mun sjá um kennslu á píanó, hljómborð og bassa. Aðrir kennarar eru Ari Einarsson sem sér um gítarkennslu og Baldur Orri Rafnson sem kennir á slagverk og tónfræði auk þess að deila forskólakennslu með Arnhildi Þórhallsdóttur.

Kjörskrá - sameiningarkosningar

Þann 8. október n.k. verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi, skv. tillögu sameiningarnefndar sem skipuð var af félagsmálaráðherra. Um kosningarnar, kjörskrár o.fl. fer skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Myndir frá sjávarútvegssýningunni

Hér er eru myndir sem voru teknar á sjávarútvegssýningunni sem haldin er í  Smáranum.  

Sjávarútvegssýningin 2005

Sjávarútvegssýningin 2005 verður haldin í Fífunni Kópavogi dagana 7. – 10. september 2005. Grundarfjarðarhöfn, Ragnar og Ásgeir ehf., Guðmundur Runólfsson hf., Snæís hf., Fiskmarkaður Íslands hf., Vélsmiðjan Berg ehf., og Djúpiklettur ehf. verða með kynningarbás á sýningunni, bás nr. P24. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að þjónusta viðskipavini hafnarinnar.   Fisksölufyrirtækið Hagfiskur bíður gestum og gangandi upp á ekta grundfirskan plokkfisk alla dag sýningarinnar á eftirtöldum tímum:   Miðvikudag kl. 15:00 Fimmtudag kl. 15:00 Föstudag kl. 14:00 Laugardag kl. 14:00   Hljómsveitin Rauðir Fiskar, sem er að mestu skipuð brottfluttum Grundfirðingum, spilar í kynningarbásnum milli kl. 16:00 og 18:00 á föstudag.   Grundarfjarðarbær hvetur alla til þess að mæta á sýninguna og kynna sér það helsta í íslenskum sjávarútveg!

The World í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið The World liggur nú fyrir ankerum rétt fyrir utan Grundarfjarðarhöfn. Á skipinu eru 150 farþegar, flestir frá Bandaríkjunum en einnig eru farþegar frá Bretlandi og Frakklandi. 250 starfsmenn eru á skipinu! Skipið kom til Grundarfjarðar rétt fyrir kl. 07:30 í morgun og fer aftur kl. 18:00 í dag. Skipið kom til Íslands í gær og var Akureyri fyrsti viðkomustaðurinn. Grundarfjörður er síðasti viðkomustaðurinn á Íslandi. Skipið hefur siglt um í Evrópu í sumar og er nú á leið til Ameríku þar sem það mun sigla í Karabíska hafinu í vetur.  

64. Stjórnarfundur

Fundur hjá Eyrbyggjum 6. sept. 2005 kl 20 Fundurinn var haldinn að Dalvegi 4 hjá Gulla í Frostmarki. Mættir voru: Gulli, Ásthildur og Hemmi.   Dagskrá:  1. Útkoma bókarinna "Fólkið, fjöllin, fjörðurinn".  

Frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Vegna vinnu við vatnsveitu verður lokað fyrir vatn á eftirtöldum stöðum frá kl. 20:00 - 24:00 miðvikudaginn 7. sept.:   Grundargata 4-33 Borgarbraut frá Hlíðarvegi að Nesvegi   Verkstjóri 

Viltu taka að þér að skipuleggja Rökkurdaga?

Rökkurdagar er menningarhátíð í Grundarfirði sem haldin verður í annað sinn í október-nóvember n.k. Leitað er að einstaklingi til að sjóða saman dagskrá hátíðarinnar, skipuleggja og kynna menningarviðburði, eiga samskipti við listamenn, staðarhaldara/veitingahús, o.fl. Lögð er áhersla á að virkja íbúa til þátttöku og undirbúnings. Áhugasamir hafi samband við Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra í s: 430-8500 og 898-6605.