Jökulhálstryllir og málþing um Jules Verne

Laugardaginn 3. september var haldin fjallahjólakeppni á Jökulhálsinum Snæfellsnesi. Keppni þessi bar yfirskriftina Jökulhálstryllirinn og ætti nafnið eitt að segja til um hvernig landslagið til hjólreiða er, allt frá möl og upp í snjó. Kl. 13:15 ræsti bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, keppendur af stað frá Pakkhúsinu í Ólafsvík til þessarar fyrstu hjólakeppni á Jökulhálsinum sem var tæplega 14 km löng og upp í 712 m hæð.Keppnin var aldursskipt 16-19 ára, 20-39 ára og 40 + bæði í karla og kvennaflokki. Engin kona keppti að þessu sinni en vonir standa til að á næsta ári bæti þær um betur. Lögreglan í Snæfellsbæ keyrði á undan keppendum og beið uppi við endastöð til að tryggja öryggi keppenda. En vegurinn sunnan megin var lokaður á meðan á keppni stóð. Keppendum gafst færi á að stoppa eftir 7 km til að svala þorsta sínum en það voru bara heimamenn sem nýttu sér þann möguleikann á leiðinni upp en keppendurnir frá HFR nýttu sér það aftur á móti á leiðinni niður.

Blóðbankabíllinn verður í Ólafsvík og Stykkishólmi

Blóðbankabíllinn verður :í Ólafsvík við Shell stöðina í dag, þriðjudaginn  6. september, kl. 12:00-17:00í Stykkishólmi við Íþróttamiðstöina miðvikudaginn 7. september kl. 9:30-17:00Allir velkomnir, þeir sem eru á aldrinum 18-60 ára, heilsuhraustir og lyfjalausir geta gefið blóð (virkir blóðgjafar geta gefið til 65 ára).www.blodbankinn.is 

Nýr vefur bókasafnsins

Vefur Bókasafns Grundarfjarðar hefur nýlega verið færður á vef Grundarfjarðarbæjar. Um leið var efnið lagað og uppfært. Reynt verður að takmarka efnið við aðstæður og þarfir íbúa Grundarfjarðar og þeirra sem leita gagna um sveitarfélagið og nágrenni þess.Sérstaklega skal bent á Efnisskrá Eyrarsveitar sem er í uppbyggingu. Ábendingar um efni eru þegnar með þökkum.   Svo heppilega vill til að endurnýjaðurvefur Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns  var opnaður 1. september. Í tilkynningu til bókasafna segir meðal annars:

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn og sjávarútvegssýning

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í ágúst var 1.715 tonn samanborið við 1.143 tonn í ágúst 2004. Fyrstu átta mánuði ársins hefur verið landað 15.780 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu 10.238 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því rúm 54%. Allt árið 2004 bárust 15.028 tonn á land í Grundarfjarðarhöfn, þannig að því hefur verið náð nú á fyrstu átta mánuðum ársins. Stærsta löndunarár síðan skráningar hófust í Grundarfjarðarhöfn var árið 2001 en þá var landað 16.184 tonnum. Það sem af er árinu 2005 hefur verið landað 97,5% af heildarafla metársins 2001! Hér að neðan er sundurliðun á lönduðum afla eftir tegundum í ágúst 2005 samanborið við ágúst 2004:   Tegundir 2005 2004   Þorskur 220.741 110.443 Kg Ýsa 184.911 123.069 Kg Karfi 384.159 438.634 Kg  Steinbítur 13.730 8.805 Kg Ufsi 88.173 113.443 Kg  Beitukóngur 72.622 29.540 Kg Rækja  0 0 Kg Langa  3.444 9.454 Kg Sæbjúgu 23.347 718 Kg  Gámafiskur 693.840 284.904 Kg Aðrar tegundir  30.230 23.919 Kg Samtals 1.715.197 1.142.929 Kg   Grundarfjarðarhöfn ásamt þjónustuaðilum hafnarinnar verða með kynningarbás á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni nú í vikunni, frá 7. - 10. september. Þátttakendur ásamt Grundarfjarðarhöfn eru: Ragnar og Ásgeir ehf., Guðmundur Runólfsson ehf., Snæís hf., Fiskmarkaður Íslands, Vélsmiðjan Berg og Djúpiklettur ehf. Auk þess verður fisksölufyrirtækið Hagfiskur með kynningu á vörum sínum.  

Ágætis þátttaka á foreldramótinu .

Á fimmtudaginn var árlegt foreldramót í fótboltanum. Það voru um 25 foreldrar sem mættu á mótið og var þeim skipt upp í fjögur lið og var mikil barátta hjá öllum liðunum enda voru þarna mætt helstu lið enskudeildarinnar þ.e Liverpool,Arsenal,Chelsee og Mansester United. Mótið endaði þannig að lið Liverpool vann annað árið í röð en þess má geta að þar var um algerlega breytt lið að ræða frá fyrra ári. Sigurliðið fékk að launum einn kassa af Prins póló. Mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum og önnur minna spennandi. Þetta var hin besta skemmtun og margir aumir skrokkar voru á götum Grundarfjarðar á föstudaginn. Þáttakendur á mótinu ásamt stuðningsmönnum

Málþing - Jules Verne - aldarminning

Í dag, sunnudag 4. september, verður haldið á vegum héraðsnefndar Snæfellinga, málþing um franska rithöfundinn Jules Verne, en hann skrifaði m.a. Leyndardóma Snæfellsjökuls. Málþingið verður haldið í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, og hefst kl. 13 með setningu Sigríðar Finsen, formanns héraðsnefndar.

Foreldramót.

Foreldrafótbolti ! Árlegt foreldramót í fótbolta verður í kvöld kl 18:00.  Foreldrar mæta á svæðið greiða 500 kr sem rennur í sjóð sem krakkarnir eiga. Dregið er í lið og byrjað að spila. Ekki er nauðsynlegt að hafa spilað fótbolta áður. Krakkarnir sjá svo um dómgæslu og eru einnig þjálfarar liðana. Liðunum eru gefin nöfn og eru þetta ekkert smá lið sem eru mætt á Grundarfjarðarvöll því undanfarin ár hafa þetta verið landslið Brasilíu og Englands auk nokkurra enskra félagsliða eins og Liverpool, Man.united og Arsenal. Það er spennandi að fylgjast með því hvort að stuðningsmenn Liverpool þurfi kannski að spila fyrir lið Man. united. Amma, afi og allir hinir velkomnir. Mikið gaman og mikið fjör.    

Héraðsmet á Steinþórsmóti.

Geiri,Heiðar og Garðar verðlaunahafar í kúluvarpi.                                           Heiðar Geirmundsson Grundfirðingurinn sterki lét sig ekki muna um að setja tvö héraðsmet á hinu árlega Steinþórsmóti UMFG sem haldið var á Grundarfjarðarvelli, mánudaginn 29. ágúst. Í kúluvarpi bætti hann met afabróður síns Jóns Péturssonar sem sett var árið 1968. Heiðar kastaði 16,14 metra en gamla metið var 15,98.  Í sleggjukasti hefur Heiðar keppt að því um hríð að bæta þriggja ára gamalt met föður síns Geirmundar Vilhjálmssonar það hefur hann gert tvívegis í sumar, fyrst á Héraðsmóti í Stykkishólmi miðvikudaginn 24. ágúst en þá kastaði hann 43,70 m og  bætti síðan um betur á Steinþórsmótinu er hann kastaði 45,55 m. Þess má geta að þegar Geirmundur setti metið fyrir þremur árum var hann að bæta 30 ára gamalt met sem Jón Pétursson átti einnig.

Jules Verne og leyndadómar Snæfellsjökuls

Haldið verður málþing í tilefni aldarminningu Jules Verne og leyndardóma Snæfellsjökuls.   Málþingið verður haldið sunnudaginn 4. september í Fjölbrataskóla Snæfellinga, Grundarfirði. Máþingnið er öllum opin og er skráning hafin hér á grundarfjordur.is og á snaefellsnes.com

Dælu komið fyrir í borholu við Berserkseyri

Á næstu dögum verður dælu komið fyrir í vinnsluholunni fyrir hitaveitu við Berserkseyri. Hún verður staðsett djúpt ofaní holunni og mun dæla upp vatni næstu mánuði. Þessi dæling er tilraun til þess að fá úr því skorið hversu miklu holan afkastar í sekúndulítrum. Rarik er um þessar mundir að leggja lokahönd á lögn rafstrengs niður að borholusvæðinu og verður hitaveitudælunni komið fyrir í framhaldi af því.