Orðsending frá Tónlistarskólanum

Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður í tónlistarskólanum, en sú staða kom upp að allir kennarar skólans létu af störfum sl. vor og í sumar. Skólastjóri er í eins árs námsleyfi. Af þeim sökum verður ekki unnt að hefja kennslu strax, en vonir standa til að þess verði ekki langt að bíða. Unnið er hörðum höndum að lausn þessara mála og línur skýrast að vonum allra næstu daga.  Nýr skólastjóri verður í vetur Þórður Guðmundsson og er hann boðinn velkominn til starfa. Þórður mun hafa samband við nemendur og foreldra um leið og ljóst verður hvenær unnt verður að hefja kennslu.  

Námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðsjúkdóma

Haldið verður námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðskjúkdóma 2. - 3. september n.k í Grunnskólanum i Borgarnesi.   Dagskráin hefst kl. 18:00 föstudaginn 2. sept og lýkur kl. 16:00 laugardag.Þátttaka er ókeypis en vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 30. ágúst í s.438 6862 og 864 6755, netfang: vesturland@redcross.is.

Nýjasta tölublað Þeys á netið að nýju.

Vegna tæknilegra örðugleika hefur ekki verið unnt að uppfæra vefsíðu blaðsins sem skildi í sumar. Nú hara verið gerðar bráðabirgðaviðgerðir á síðunni og næstu vikur verður hægt að sjá blað vikunnar undir nýjasta tölublaðið. Ekki verður hægt að skoða nema tölublöð upp að 25. að svo stöddu. Unnið er að nýrri, einfaldari og aðgengilegri síðu á næstu vikum. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum. Ritstjóri Vikublaðsins Þey.  

Húsaskoðun vegna hitaveituframkvæmda í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær hefur ráðið Eyþór Garðarsson til að gera svokallaða húsaskoðun vegna fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda í Grundarfirði og er ætlunin að þessi skoðun fari fram á næstu dögum og vikum.  Tilgangurinn er að kanna ýmsar aðstæður í hverju og einu húsi og lóð m.t.t. aðgengis almennt.

Viltu skipuleggja hátíð?

Fræðslu- og menningarmálanefnd leitar eftir skipuleggjanda fyrir menningarhátíðina Rökkurdaga, sem haldin verður í annað sinn í október-nóvember n.k. Leitað er að einstaklingi til að sjóða saman dagskrá hátíðarinnar, skipuleggja og kynna menningarviðburði, eiga samskipti við listamenn, staðarhaldara/veitingahús, o.fl. Lögð er áhersla á að virkja íbúa til þátttöku og undirbúnings. Áhugasamir hafi samband við Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra (sími 430 8500 eða bjorg@grundarfjordur.is) í síðasta lagi 4. september n.k.   Bæjarstjóri

Íbúð eldri borgara

Grundarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar kaupleiguíbúð (íbúð eldri borgara) að Hrannarstíg 18. Íbúðin er 57,5 m2 að stærð og verður laus til innflutnings í október. Um er að ræða kaupleigufyrirkomulag, þar sem búseti/leigutaki greiðir eignarhlut í íbúðinni og fasta leigu á mánuði. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. september n.k. og liggja eyðublöð frammi á bæjarskrifstofu. Hægt er að fá eyðublöð send í pósti eða tölvupósti.   

Allir flokkar UMFG lokið keppni.

Addi þjálfari, Sigurrós,Laufey,Dagfríður,Helga Rut,Lilja, Lilja Björk,Hanna,Silja Rán, Silja,Bryndís og Sunna.                                            Um síðustu helgi tók 4. fl kv þátt í úrslitakeppni íslandsmótsins sem haldin var á Ólafsfirði. Stelpurnar stóðu sig með ágætum og höfnuðu í 4. sæti. Nú hafa öll lið UMFG lokið keppni á íslandsmótinu í fótbolta. 4.fl ka hafnaði í 2 sæti í sínum riðli og munaði 3 stigum á þeim og efsta liði riðilsins. 3. fl kv varð í 6. sæti í riðlinum með 3 stig. 5.fl tók einnig þátt á íslandsmótinu í sumar strákarnir lentu í neðsta sæti riðilsins. Riðlakeppnin í 6. flokki fór fram í Grundarfirði fyrr í sumar og áttum við þar bæði A og B lið. A liðið varð í öðru sæti í sínum riðli og B liðið í þriðja sæti. Það er ekki hægt að segja annað en til hamingju krakkar þetta er mjög góður árangur hjá ykkur öllum.

63. Stjórnarfundur

63. Stjórnarfundur Eyrbyggja 23. ágúst 2005 kl. 20:00 í Lágmúla 6 í Reykjavík.   Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson,Orri Árnason, Hermann Jóhannesson, GuðlaugurÞór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson, Ásthildur Kristjánsdóttir.    

Framkvæmdir hafnar við hverfisvæna leið

Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir eru hafnar framkvæmdir við öryggisaðgerðir á Grundargötu. Verkið er á vegum vegagerðarinnar og mun hún m.a. sjá um framkvæmdaeftirlit, en verktaki er Dodds ehf. úr Grundarfirði.  Verklok eru 25. september en malbikslögn verður þó frestað þar til á næsta ári. Á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar hanga uppi teikningar af verkinu í heild sinni og geta áhugasamir kynnt sér framkvæmdirnar þar nánar. 

Sameiningarkosningar 8. október

Þann 8. október nk. verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Utankjörfundarkosning er hafin hjá Sýslumanni Snæfellinga á opnunartíma sýsluskrifstofunnar í Stykkishólmi, kl. 10-15 alla virka daga. Ennfremur gefst Grundfirðingum kostur á að kjósa utankjörfundar í Grundarfirði með því að hafa samband við Gísla Guðmundsson í s: 894-0648. Sjá nánar um kosninguna hér.