73. Stjórnarfundur

73. Stjórnarfundur Eyrbyggja 13. júní 2006 kl. 20:00 í landbúnaðarráðuneytinu.   Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson.   Dagskrá: 1. Efni bókar og leiðréttingar 2. Útkoma bókar 3. Önnur mál.  

Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans

Á sjómannadaginn, var opnuð sýningin „Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans“ í Sögumiðstöðinni, í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Með því hófst byggð í Grafarnesi, sem lagði grunninn að þeirri byggð sem við þekkjum í dag. Með vélvæðingu fiskiskipaflotans hófst eitt mesta framfaraskeið íslenskrar þjóðar og markað var upphafið að forsendum þeirra lífsgæða sem við njótum í dag.    

Bæjarstjórnarfundur

Þriðjudaginn 13. júní nk. verður fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar haldinn í Grunnskólanum. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins: 

Opnun sýningar - Skemmtisigling

Vakin er athygli á að skemmtisiglingu sem vera átti kl. 13 er frestað til kl. 17 í dag. Farið frá stóru bryggju. Dagskrá Sjómannadagshelgar er annars framhaldið á Sjómannadeginum sjálfum og er þannig í dag:   Kl. 14.00: Opnun sýningarinnar ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans" í Eyrbyggju - Sögumiðstöð. Í tilefni þess að 100 ár eru frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Allir velkomnir. Einnig er vakin athygli á þeirri nýjung að hægt er að gerast ,,Vinur Sögumiðstöðvarinnar" með því að kaupa árskort sem fylgja ýmis fríðindi.   Kl. 14 og áfram: Kvenfélagið Gleym-mér-ei með árlegt Sjómannadagskaffi, í samkomuhúsinu.   Kl. 14 - 15.30: Fatasund fyrir börnin, í Sundlaug Grundarfjarðar. Mæta í hreinum fötum, takk!

Kvennahlaup - Sjómannadagur - Höfn í 100 ár

Í ár hittist svo á að Kvennahlaup ÍSÍ er skipulagt laugardaginn 10. júní og hittir á Sjómannadagshelgi. Í Grundarfirði verða hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins á laugardegi og sunnudegi. Það er Björgunarsveitin Klakkur sem sér um hátíðarhöldin fyrir Sjómannadagsráð. Sérstök athygli er líka vakin á opnun nýrrar sýningar í Eyrbyggju - Sögumiðstöð á Sjómannadag kl. 14 undir yfirskriftinni ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans". Eftirfarandi er dagskrá helgarinnar:   Kvennahlaup í Grundarfirði: Lagt af stað frá sundlauginni kl. 12.00. Skráning fer fram hjá Kristínu Höllu í síma 899 3043. Skráningargjald er 1000 kr. Mætið tímanlega.   Hátíðarmessa í tilefni Sjómannadags: Laugardaginn 10. júní kl. 13.00. Sr. Elínborg Sturludóttir predikar, Guðm. Smári Guðmundsson flytur hátíðarræðu. Lúðrasveit Verkalýðsins. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerkinu Sýn, við kirkjuna. Skrúðganga að lokinni messu að hátíðarsvæði við höfnina.

Vinnuskólinn hafinn

Þriðjudaginn 6. júní sl. hófst vinnuskólinn í Grundarfirði. Fyrri hópurinn vinnur frá 6. júní til 6. júlí og seinni hópurinn byrjar 3. júlí og verður til 2. ágúst. Auk hefðbundinnar vinnu fá krakkarnir ýmiss konar fræðslu. Þau heimsækja bankana og fá kynningu á starfsemi Slökkviliðs Grundarfjarðar svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi mynd var tekin í rigningunni í vikunni þegar starfsmenn vinnuskóla voru að hreinsa í kringum Sýn, minnisvörð um látna sjómenn.  

Umhverfi og menning

Laugardaginn 20. maí sl. var haldinn umhverfis- og menningardagur Grundfirðinga. Dagurinn var haldinn að tillögu fræðslu- og menningarmálanefndar en einnig höfðu einstaklingar í bænum haft frumkvæði og komið með hugmyndir að dagskrá þessa dags. Hvatt var til almenns hreinsunarátaks og tiltektar í bænum, auk þess sem sérstök menningar- og fræðsludagskrá var í Sögumiðstöðinni.

Landaður afli í maí

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í maí var 2.382 tonn. Landaður afli í maí árið 2005 var 2.530 tonn og 1.171 tonn árið 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá aflann sundurskiptan eftir tegundum öll þrjú árin.   Tegundir 2006 2005 2004   Þorskur 446.889    499.597 390.344  Kg Ýsa 349.470    475.178 89.201  kg Karfi 534.171    658.480 233.769  kg Steinbítur 11.364    31.476 9.869  kg Ufsi 49.034    102.261 54.318  kg Beitukóngur 39.485    49.809 0  kg Rækja 204.613    163.342 64.996  kg Langa  11.816    3.946 2.547  kg Keila 2.792    3.007 2.970  kg Gámafiskur 663.021    475.833 298.482  kg Aðrar tegundir  69.293    67.743 25.013  kg Samtals 2.381.948    2.530.672    1.171.509      

Vestlendingar á vegum RKÍ í Gambíu

Um árabil hafa Vesturlandsdeildir Rauða Kross Íslands haft samstarf við deildina í „Vestursýslu í Gambíu“ og eru þrír félagar úr Rauða Krossdeildum á Vesturlandi nú staddir í Gambíu, til að efla samstarfið og auka tengslin milli þessara deilda.   Hildur Sæmundsdóttir með börnum í Gambíu   Við Grundfirðingar eigum okkar fulltrúa í þessu ferðalagi, en það er hún Hildur Sæmundsdóttir, frá Grundarfjarðardeild RKÍ, hin eru Björn frá Stykkishólmsdeild og Kristín frá Borgarfjarðardeild. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á vefslóðinni: http://vesturland-afrika.blogspot.com/

Fyrsti heimaleikur sumarsins.

Í dag kl 17 er fyrsti heimaleikur sumarsins. Stelpurnar í 4.fl spila við Víking R.  UMFG er með 6 lið á íslandsmótinu í fótbolta þetta sumarið það eru 6.fl ka og kv , 5.fl ka, 4.fl ka og kv og 3. fl kv. Einnig erum við í samstarfi við Víðking Ó og Snæfell um 2. og 3.fl karla.  Hvetjum alla til að mæta á völlinn í dag og hvetja stelpurnar áfram til sigurs.