Vakin er athygli á að skemmtisiglingu sem vera átti kl. 13 er frestað til kl. 17 í dag. Farið frá stóru bryggju.
Dagskrá Sjómannadagshelgar er annars framhaldið á Sjómannadeginum sjálfum og er þannig í dag:
Kl. 14.00: Opnun sýningarinnar ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans" í Eyrbyggju - Sögumiðstöð. Í tilefni þess að 100 ár eru frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Allir velkomnir. Einnig er vakin athygli á þeirri nýjung að hægt er að gerast ,,Vinur Sögumiðstöðvarinnar" með því að kaupa árskort sem fylgja ýmis fríðindi.
Kl. 14 og áfram: Kvenfélagið Gleym-mér-ei með árlegt Sjómannadagskaffi, í samkomuhúsinu.
Kl. 14 - 15.30: Fatasund fyrir börnin, í Sundlaug Grundarfjarðar. Mæta í hreinum fötum, takk!