Aukalosun á grænu tunnunni

Þriðjudaginn 20. desember nk. mun Íslenska gámafélagið sjá um aukalosun á grænu tunnunni. Aðrar sorplosanir verða skv. sorphirðudagatali.  

Leikskólastarf í Grundarfirði 40 ára

Kæru Grundfirðingar!   Þann 4. janúar 2017 eru liðin 40 ár síðan leikskóli var fyrst starfræktur hér í Grundarfirði.  Af því tilefni bjóðum við til afmælisveislu í Leikskólanum Sólvöllum laugardaginn 7. janúar, kl. 14:00-16:00.   Í afmælisveislunni munu nemendur skólans syngja fyrir gesti. Auk þess verður kynning á starfi leikskólans í máli og myndum, en hægt verður að sjá myndir frá tímabilinu á skjá og í myndaalbúmum. Boðið verður upp á kaffi og afmælisköku.   Á þessum tímamótum á Matta okkar, Matthildur Guðmundsdóttir, 40 ára starfsafmæli. Hún hefur starfað við leikskólann í Grundarfirði frá upphafi.   Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.   Nemendur og starfsmenn Leikskólans Sólvalla    

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

     

Bæjarstjórnarfundur

200. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, 8. desember 2016, kl.16:30.   Dagskrá:  

Góð vinna á opnum íbúafundi

    Opinn íbúafundur fór fram í Samkomuhúsinu þann 21. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Það var Ráðgjafafyrirtækið Alta sem stýrði fundinum en fyrirtækið heldur utan um vinnuna við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.  

Bókasafnið og jólin

  Nýjar bækur á bókasafninu og myndasýningar í Bæringsstofu. Í setustofunni er karfa með efni til að föndra pappírskörfur, músastiga og hekla stjörnur og snjókorn. Lítið við hvenær sem er. Borgarbókasafnið hefur sett upp aðventudagatal með jólasögu. Einn kafli á dag.                                          Bókasafnið er aðgengilegt þá tíma sem Kaffi Emil er opið. Þjónusta á bókasafninu er mánudaga-fimmtudaga kl. 13-17. Munið netfangið bokasafn @ grundarfjordur.is. Kynnið ykkur myndir og kynningar á facebooksíðu bókasafnsins. Hún er opin öllum, einnig án facebookaðgangs.  

Pokemon mynd í verðlaun fyrir hverja lesna bók

    Þórdís Sigurðardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur Grunnskóla Grundarfjarðar, hefur veitt nemendum útklippta Pokemon mynd í verðlaun fyrir hverja bók sem þeir ljúka við að lesa. Hún tók upp á þessu í tengslum við Bókasafnsdaginn 8. september síðastliðinn og síðan hefur bóklestur nemenda aukist verulega við skólann.  

Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

Eins og fram hefur komið mun Greiðslustofa húsaleigubóta sjá um umsýslu húsaleigubóta frá næstu áramótum skv. nýjum lögum um húsaleigubætur sem þá taka gildi.   Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.   Sjá nánar tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins.   Sjá nánari upplýsingar á upplýsinga- og umsóknarvef Greiðslustofu húsaleigubóta.  

Sigurður Heiðar Valgeirsson fékk viðurkenningu frá forseta Íslands

    Sigurður Heiðar Valgeirsson, nemandi í 9. bekk við Grunnskóla Grundarfjarðar, var meðal verðlaunahafa í netratleik í tengslum við hinn árlega forvarnardag sem forsetaembættið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Netratleikurinn var ætlaður ungu fólki sem fætt er á árunum 1999-2002. Sigurði Heiðari er óskað hjartanlega til hamingju með verðlaunin.

Salbjörg Nóadóttir sigraði í Ljósmyndasamkeppninni 2016

    Það var Salbjörg Nóadóttir sem kom, sá og sigraði í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar þetta árið en hún hlaut bæði fyrstu og önnur verðlaun í keppninni. Sigríður Diljá Guðmundsdóttir hafnaði í þriðja sæti.