Tónleikar kirkjukórsins

Kór Grundarfjarðarkirkju verður með tónleika í kvöld þriðjudaginn 24.október kl.20.30 í kirkjunni.   Allir velkomnir og frítt inn.

Framlagning kjörskrár

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefur verið yfirfarin og staðfest af bæjarráði.   Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, almenningi til sýnis, frá og með miðvikudeginum 18. október til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar.   Athugasemdum við kjörskrá má koma á framfæri í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna.     Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Matráður óskast til starfa

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða matráð í 100% stöðu. Starfið felst í yfirumsjón með eldhúsi. Matráður sér um matseld á heitum mat og bakstur, skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum. Matráður hefur umsjón með matseld hádegismatar fyrir um 150 manns ásamt morgunmat og miðdegishressingu fyrir um 65 manns. Vinnutími er kl. 8:00-16:00.  

Fjárhagsáætlun 2018 - umsókn um styrki

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. október 2017.     

Síðasti opnunardagur sundlaugar á laugardag en áfram opið í potta

    Síðasti opnunardagur sundlaugarinnar í Grundarfirði verður laugardaginn 14. október. Áfram verður þó opið fyrir aðgang í heitu pottana og vaðlaug í allan vetur sem hér segir:   Mánudagar - föstudagar kl 17-21 laugardagar kl 13-17  

Rökkurdagar verða haldnir dagana 26. október - 4. nóvember

    Rökkurdagar verða haldnir hér í Grundarfirði dagana 26. október til 4. nóvember næstkomandi. Undirbúningur fyrir menningarhátíðina er í fullum gangi og dagskráin að taka á sig mynd. Við viljum gjarnan heyra frá fólki og fyrirtækjum sem hafa hug á að taka þátt í hátíðinni með viðburði eða öðru sem á heima inni í dagskrá Rökkurdaga.   Þetta árið ætlum við að enda Rökkurdagana með stæl því hljómsveitin Á móti sól mun leika fyrir dansi í Samkomuhúsinu að kvöldi laugardagsins 4. nóvember og halda uppi stuði fram á nótt.  

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:   Akranes – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12.30 til 15.30Eyja- og Miklaholtshreppi, skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00  til 13.00Grundarfirði - skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 15.00Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga kl. 9.00 til 12.00 og 12.00 til 15.30Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánari samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.      

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum í áhaldahúsi Grundarfjarðar, eigandi hans getur vitjað hans þar.      

Útboð - snjómokstur 2017

Grundarfjörður óskar eftir tilboðum í snjómokstur í bænum frá nóvember 2017 til júní 2021.   Tilboðsgögn má nálgast á hér á heimasíðunni og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar Borgarbraut 16. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eigi síðar en kl. 11, mánudaginn 23. október og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn    

Grundfirðingar verðlaunaðir á uppskeruhátíð

    Uppskeruhátíð Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu yngri flokka fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík föstudaginn 22. september. Fjórir flottir Grundfirðingar fengu þar viðurkenningar fyrir árangur sinn í boltanum í sumar.   Grundarfjarðarbær óskar þessum flottu fótboltakrökkum innilega til hamingju með árangurinn!