Spurning vikunnar

Leikskólinn Sólvellir var tekinn í notkun árið 1977. 171 manns svöruðu og voru 54 eða 31,6% með rétt svar.

Nýja gámstöðin vígð

Fimmtudaginn 5. október sl. var nýja gámastöðin við Ártún vígð formlega. Það var vélaleiga Kjartans Elíassonar sem sá um framkvæmd verksins. Í tilefni opnunarinnar var öllum bæjarbúum boðið að koma og skoða nýju stöðina og þiggja veitingar. Myndir frá opnuninni má sjá hér.  

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi

Menning, spenning – fyrir hvern?   Á Vesturlandi hefur menning blómstrað allt frá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menningararfleifð. Í dag stunda myndlistarmenn og listhandverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröftugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja.   En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vesturlandi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að græða á henni?  Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á ráðstefnu um menningu á Vesturlandi sem haldin verður á Bifröst af Menningarráði Vesturlands og Háskólanum á Bifröst laugardaginn 14.október.  

Landaður afli í september

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í september var 1.006,5 tonn samanborið við 1.129 tonn á sama tíma árið 2005 og 1.009 tonn árið 2004. Meðfylgjandi tafla sínir landaðan afla eftir tegundum öll árin.   Tegundir        2006 2005 2004 Þorskur 108.059 147.931 178.230 kg Ýsa 78.736 244.213 317.663 kg Karfi 277.569 60.912 53.239 kg Steinbítur 73.837  110.559 20.023 kg Ufsi 70.601 36.312 9.436 kg Beitukóngur 25.975 58.156 45.680 kg Skötuselur 11.277 0 0 kg Langa  13.368 6.543 6.053 kg Keila 258 5.424 8.539 kg Gámafiskur 334.706 400.637 320.210 kg Aðrar tegundir  12.147  58.340 49.926 kg Samtals 1.006.533 1.129.027 1.008.999 kg 

Aðalfundur FAG

Aðalfundur FAG, Félags atvinnulífsins í Grundarfirði, verður haldinn í Sögumiðstöðinni í kvöld, 5. október, kl. 20.  

Bæjarskilti í dreifbýli Grundarfjarðar

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti í júní sl. að láta setja upp ný skilti við alla bæi í dreifbýli Grundarfjarðar. Verkefnið var unnið í samvinnu við Vegagerðina, en skiltin þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, um endurkast o.fl., sem Vegagerðin setur um skilti við þjóðvegi. Skiltin eru nú tilbúin og hófu starfsmenn Vegagerðarinnar með dyggri aðstoð starfsmanns áhaldahúss uppsetningu á þeim í framsveit í gær. Páll Sigurðsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, og Guðmundur Andri Kjartansson, starfsmaður áhaldahúss

Auglýsing um lausar lóðir í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir í Grundarfirði.  Um er að ræða eftirfarandi lóðir:    

Rétt skráning lögheimilis

Nauðsynlegt er að skrá lögheimili sitt á þeim stað sem hver og einn hefur sitt meginaðsetur.  Skorað er á alla sem ekki hafa skráð lögheimili sitt á réttum stað að gera bragarbót á því án tafar.   Skráning lögheimilis hefur t.d. áhrif á hvert póstur frá opinberum aðilum, bönkum og sparisjóðum er sendur.  Röng skráning á lögheimili getur haft í för með sér óþægindi og kostnað t.d. ef greiðslutilkynningar berast ekki á réttan stað.  Einnig má vísa í lög um lögheimili en þar er skýrt kveðið á um skyldu einstaklinga til þess að skrá lögheimili sín rétt.    

Leiðsögn drauma

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi: Langar þig til að skilja leiðsögnina í draumum þínum?  Allir draumar eru leiðsögn. Markmið námskeiðsins er að hjálpa okkur að skilja og túlka draumana okkar. Í boði er að koma með drauma til ráðningar.   Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga sem haldnir eru árlega í Grundarfirði og eru dagana 26.október til 5.nóvember.

Ný gámastöð í Grundarfirði formlega opnuð

Nýja gámastöðin við Ártún verður formlega tekin í notkun með stuttri athöfn fimmtudaginn 5. október n.k. kl. 17:00. Íbúum Grundarfjarðar er boðið að koma á þeim tíma og skoða gámastöðina og aðstöðuna þar og þiggja veitingar milli kl. 17 og 18. Á nýju gámastöðinni er frábær aðstaða til þess að skila flokkuðum úrgangi í gáma. Gámarnir eru merktir hverri úrgangstegund svo auðvelt er að flokka rétt. Allir íbúar eru hvattir til þess að koma á fimmtudaginn og kynnast þessari nýju aðstöðu af eigin raun.   Bæjarstjóri