Um heitavatnsborun

Á fundi bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa í Reykjavík í dag með dr. Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi hjá Íslenskum orkurannsóknum og fleiri sérfræðingum hjá ÍSOR, framkvæmdastjóra Ræktunarsambands Flóa og Skeiða og fleirum, var rætt um stöðuna í heitavatnsboruninni á Berserkseyri. Borun hefur verið hætt í bili, en næst á dagskrá er að vinna að dæluprófun holunnar og frekari rannsóknum.

Borun kaldavatnsholu á Grundarbotni lokið

Nýja borholanBormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða luku í dag borun nýrrar vinnsluholu á Grundarbotni fyrir Vatnsveitu Grundarfjarðar. Þessa stundina er verið að dæluprófa vatnið til þess að kanna magn í holunni. Eldri hola, sem ekki hefur verið virkjuð, var einnig hreinsuð og vatnsmagn mælt í henni. Í framhaldinu verður skoðaður sá möguleiki að virkja báðar þessar holur.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í maí 2005

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í maí var 2.530 tonn samanborið við 1.171 tonn í maí í fyrra. Taflan hér að neðan sýnir sundurliðun á afla eftir tegundum bæði árin.   Tegundir 2005     2004                   Þorskur 499.597   Kg 390.344   Kg Ýsa 475.178   Kg 89.201   Kg Karfi 658.480   Kg 233.769   Kg Steinbítur 31.476   Kg 9.869   Kg Ufsi 102.261   Kg 54.318   Kg Beitukóngur 49.809   Kg 0   Kg Rækja 163.342   Kg 64.996   Kg Langa  3.946   Kg 2.547   Kg Keila 3.007   Kg 2.970   Kg Gámafiskur 475.833   Kg 298.482   Kg Aðrar tegundir  67.743   Kg 25.013   Kg Samtals 2.530.672 Kg 1.171.509 Kg 

Sumartafla UMFG.

Mánudaginn 6. júni tekur gildi sumartafla UMFG. Þið farið inná linkinn Íþróttir og þar finnið þið tímatöfluna. Vinsamlegast látið þetta berast til sem flestra. Taflan verður einnig birt í næsta vikublaði.  

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um helgina. Björgunarsveitin Klakkur sér um dagskrá helgarinnar og verður ýmislegt um að vera; koddaslagur, fótbolti o.fl. Skipaflotinn er kominn í höfn og hafa merkisfánar verið settir upp. Skipin við Stóru-bryggju í veðurblíðunni í dag   Grundarfjarðarbær sendir sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra bestu heillaóskir á sjómannadaginn!

Nýtt skip í flota Grundfirðinga

Hannes Andrésson SH 747 Nýtt skip í flota Grundfirðinga var að leggja í höfn. Skipið heitir Hannes Andrésson SH 747 og er í eigu Reykofnsins í Grundarfirði ehf. Skipið verður gert út til veiða á sæbjúgum og verða þrír í áhöfn. Áætlað er að byrja strax eftir sjómannadag. Grundarfjarðarbær óskar áhöfn og eigendum skipsins innilega til hamingju.

Borun við Berserkseyri hætt

Í gær, þann 2. júní, var tekin sú ákvörðun að hætta borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri. Ennþá eru járnstykki eftir í borholunni, m.a. “fiskarinn” sem notaður var til að ná brotnum stöngum upp, og borkrónan sjálf. Bormenn telja ekki útilokað að hægt verði að ná þessu upp síðar og jafnvel að bora holuna dýpra þá en þeir geta ekki gefið verkefninu lengri tíma að svo stöddu þar sem verkið hefur dregist á langinn og mörg verk farin að bíða. Holan er rúmlega 550 m djúp og er rennslið úr henni 20-25 l/s sem talið er nægjanlegt til virkjunar fyrir Grundarfjörð.  

Útskrift frá Leikskólanum Sólvöllum

Útskriftarnemendur á leið í skrúðgöngu í veðurblíðunni í gær.Í gær, Þriðjudaginn 31. maí, var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár voru útskrifaðir 13. nemendur. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu þar sem útskriftanemendur mættur ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Þau settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappa. Eftir athöfnina í samkomuhúsinu var farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem krakkanna beið pizzuveisla.

Skólaslit

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í íþróttahúsinu fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 18:00. Opið hús verður í skólanum frá kl. 16:00 þar sem verk nemenda verða til sýnis og foreldrafélagið verður með kaffisölu. Sýningin og kaffisalan verður opin fram að skólaslitum og aftur eftir þau.   Foreldrar og aðrir velunnarar skólans velkomnir!Skólastjóri 

Frá Norska Húsinu í Stykkishólmi

Laugardaginn 4. júní nk. kl. 15.00 opnar Ástþór Jóhannsson sýningu á vatnslitamyndum af forystusauðum og ber sýningin heitið “Horfnir veðurvitar”. Þar verða sýnd 40 verk sem unnin eru upp úr lýsingum af forystufénaði úr safni Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Á opnunardaginn leikur Sigurður Halldórsson sellóleikari verk eftir íslensk tónskáld. Sýningin stendur til 26. júní n.k.