Frá Vatnsveitunni

Vatnslaust verður við vestanverða Grundargötu (frá Snæþvotti) mili kl. 13 og 15 í dag vegna tenginga. 

Styttist í bæjarhátíð

Nú eru einungis 17 dagar þar til Grundfirðingar halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“. Hátíðarstjóri er Rósa Guðmundsdottir og er hún nú í óða önn að undirbúa og skipuleggja. Hægt er að hafa samband við Rósu í síma 869 2701  eða í tölvupósti: rosa@ragnarogasgeir.is  

17 dagar í hátíð!

Sálin hans Jóns míns með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar mun trylla lýðinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudagskvöldið 22. júlí. Aldurstakmark á ballið er 18 ár.   Sálin hefur verið ein ástsælasta hljómsveit Íslendinga síðustu árin ef ekki síðustu áratugi og er því nokkuð ljóst að Sálin mun engan svíkja.

Yfir 53% aflaaukning fyrstu sex mánuðina!

Í Grundarfjarðarhöfn var slegið enn eitt aflametið í júní, en þá var landað 1402 tonnum, m.v. 1099 tonn í júní í fyrra, 538 tonn í júní 2003 og 1280 tonn í júní 2002. Fyrstu sex mánuði ársins hefur verið landað tæpum 12.954 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu rúm 8.437 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því 53,5%.

Starfsfólk óskast í áhaldahús

Starfsfólk óskast í áhaldahús bæjarins sem fyrst. Um er að ræða störf fram í miðjan ágúst. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.   Skrifstofustjóri

Klæðning lögð á Hrannarstíg

Hrannarstígur, frá Grundargötu að Fossahlíð, verður lokaður fram eftir degi á laugardag vegna lagningar bundins slitlags.  

Vatnslaust vegna tenginga

Vatnslaust verður á utanverðri Grundargötu, vestan Sæbóls, á morgun laugardag milli kl. 8-12 vegna tenginga.

Borgarnesmótið í fótbolta

Þá er hinu árlega Borgarnesmóti í fótbolta lokið. Grundfirðingar fóru með 4 lið: 2 kvennalið, annað í 5. flokki og hitt í 4. flokki. Og svo 1 lið í 6. flokki og 1 í 7. flokki.   Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og sérstaklega á laugardeginum þegar veðrið var hreint ömurlegt, grenjandi rigning og rok. En þau létu það auðvitað ekki á sig fá og spiluðu leikina sína vel.  

Byggðakvóti

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að sækja um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytisins skv. auglýsingu ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta 2005.   Sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðarlögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast samskipti við ráðuneytið vegna úthlutunarinnar.  

Á góðri stund í Grundarfirði

Á góðri stund í Grundarfirði, okkar árlega bæjarhátíð, verður nú haldin í 8. sinn dagana 22.- 24. júlí nk. Uppsetning dagskrárliða verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó alltaf sé um einhverjar breytingar milli ára.