Færeyskir dagar í Ólafsvík

Færeyskir dagar hafa verið haldnir í Ólafsvík síðan 1998 og verður dagskráin sífellt fjölbreyttari. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á vefsíðu Snæfellsbæjar er löngu ákveðið að ávallt skuli vera sól á færeyskum dögum.   Dagskrá hátíðarinnar

Sýning tileinkuð veðurathugunum

Laugardaginn 2. júlí 2005, kl. 14.00 opnar sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi tileinkuð samfelldum veðurathugunum á Íslandi í 160 ár. Magnús Jónsson veðurstofustjóri  opnar sýninguna og þá verða einnig vígð 19. aldar útihitamælir og úrkomumælir sem Veðurstofa Íslands hefur sett upp við Norska húsið. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst 2005.   

Sundlaugin lokuð til 15:30 í dag

Sundlaugin verður lokuð í dag til kl. 15:30 af óviðráðanlegum orsökum.  

Sundlaugin lokuð á laugardag

Af óviðráðanlegum orsökum verður sundlaugin lokuð á laugardag. Opið á sunnudag kl. 12:15-18.

Vinnuskóli að verki

Vinnuskóli bæjarins tók til starfa í liðinni viku. Krakkarnir vinna að margvíslegum umhverfisverkefnum, en skipt er í tvo hópa, tvö þriggja vikna tímabil.   Tryggvi Hafsteinsson leiðbeinir ungum vinnumanni

Tveir nýir bátar í flotann

Í gær kom í fyrsta skipti til heimahafnar báturinn Jakob Einar SH 101. Báturinn er í eigu Sigurjóns Fannars Jakobssonar. Fyrr í sumar bættist báturinn Sproti SH 51 einnig í flotann. Hann er í eigu Freys Jónssonar. Jakob Einar og Sproti eru báðir gerðir út á kuðungsveiðar. Aflinn er verkaður hjá Sægarpi ehf. hér í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær óskar eigendum og áhöfn bátanna innilega til hamingju!   Jakob Einar SH 101   Sproti SH 51

Líf og fjör.

Líf og fjör var í íþróttalífinu í gær. 5. fl ka spilaði við Skallagrím hér í Grundarfirði. Lið Skallagríms vann leikinn 6-1. Mark UMFG skoraði Randver. Strákarnir í UMFG áttu ágætis leik en hitt liðið var einfaldlega sterkara. 5.fl kv spilaði við B lið Skallagríms stelpurnar voru bara 7 þannig að þær fengi smá aðstoð í seinni hálfleik frá þeim Sigurbirni og Aroni. Leiknum lauk með sigri Skallagríms 4-3. Það voru þær Alexandra (með 2 mörk ) og Erna Katrín sem skoruðu mörk UMFG.  

Hesteigendafélag Grundarfjarðar 30 ára

Hesteigendafélag Grundarfjarðar var 30 ára í gær, þann 22. júní. Félagið var formlega stofnað 22. júní 1975. Í tilefni dagsins héldu félagsmenn veislu í Fákaseli í gærkvöldi. Tryggvi Gunnarsson var fyrsti formaður félagsins og rifjaði hann upp stofnun félagsins og aðdragandann að stofnun þess. Í gær voru jafnframt 4 ár frá vígslu félagsheimilisins Fákasels.

Nýjung á vef Grundarfjarðar

Nýlega var samið við Vísindavefinn um að birta spurningar á vef Grundarfjarðarbæjar. Þegar smellt er á spurningarnar opnast nýr vefgluggi með svarinu á Vísindavefnum.   Með þessari nýjung er ætlunin að auka enn á fjölbreytni upplýsinga sem finna má á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, bæði til gagns og gamans.  

Jónsmessuganga á Klakk

HSH stendur fyrir fjölskyldugöngu á Klakkinn í Eyrarsveit í kvöld, fimmtudag 23. júní, kl. 22:00. Gengið verður frá Bárarfossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og nefnist ,,Fjölskyldan á fjallið’’. Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum í Eyrarsveit.