Sundlaugargæsla

Grundarfjarðarbær óskar eftir 2 starfsmönnum í sundlaug Grundarfjarðar í sumar. Starfsfólkið skiptir með sér vöktum. Auk fastra starfsmanna er óskað eftir 1-2 til afleysinga í sumar.  

Staðardagskrá 21 - kynningarfundur

Kynningarfundur um framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 verður á bæjarskrifstofunni á Grundargötu 30, laugardaginn 8. maí nk. kl. 15.    

Auglýsing um lausar lóðir í Ölkeldudal

Hér með er auglýst eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir byggingarlóðir í Ölkeldudal í Grundarfirði.  Um er að ræða eftirfarandi íbúðalóðir sem lausar eru til umsóknar:  

Sumarstörf sumarið 2004

Grundarfjarðarbær óskar eftir sex starfsmönnum til eftirtalinna sumarstarfa í áhaldahúsi:   Starfsmenn í sláttugengi og til almennra starfa. Viðkomandi þurfa einnig að geta tekið að sér flokksstjórn í vinnuskóla. Umsækjendur skulu vera 17 ára og eldri.  

Sektalaus mánuður á bókasafninu

Kæru viðskiptavinir!Nú er Gegnir kominn í notkun og bækurnar okkar hér í Grundarfirði, lánþegar og útlán þeirra virðast hafa skilað sér heilu og höldnu í yfirfærslunni. Þær Salbjörg og Guðbjörg á bókasafninu eru að stíga fyrstu skrefin í notkun Gegnis og gengur vel að lána og skila gegnum bókasafnskerfið. Sunna Njálsdóttir kemur til starfa 10. maí og þá verður farið á námskeið sem á að kenna starfsfólkinu að nýta þá möguleika sem Gegnir býður upp á.

Lengri opnunartími í sundlaug

Frá og með 3. maí verður opnunartími sundlaugarinnar kl. 16-20 virka daga. Tíminn frá kl. 18:30 til 20:00 er einkum hugsaður sem sundtími og eru sundlaugargestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.   Selt er ofan í laugina til kl. 19:30. Opnunartími í sumar verður kynntur síðar í mánuðinum.

Fjölskylda Halldórs færir Fjölbrautaskólanum gjöf

Fjölbrautaskóla Snæfellinga var í gær færð myndarleg gjöf frá fjölskyldu Halldórs heitins Finnssonar frá Spjör í Eyrarsveit. Fjölskyldan minntist þess að þann 2. maí voru 80 ár liðin frá fæðingu Halldórs, sem lést í apríl 2001.  

Björg aftur til starfa

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er komin aftur til starfa, frá 1. maí, eftir fæðingarorlof og leyfi sl. 10 mánuði.  

13 skemmtiferðaskip í sumar!

Á fundi hafnarstjórnar Grundarfjarðarhafnar sem haldinn var í morgun, var m.a. rætt um undirbúning vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar, en 13 skip hafa bókað komur í sumar. Í fyrra komu 8 skip til Grundarfjarðar. Hafnarstjórn telur aukninguna

Sumarstörf sumarið 2004

Grundarfjarðarbær óskar eftir sex starfsmönnum til eftirtalinna sumarstarfa í áhaldahúsi:   Starfsmenn í sláttugengi og til almennra starfa. Viðkomandi þurfa einnig að geta tekið að sér flokksstjórn í vinnuskóla. Umsækjendur skulu vera 17 ára og eldri.