Kæru viðskiptavinir!Nú er Gegnir kominn í notkun og bækurnar okkar hér í Grundarfirði, lánþegar og útlán þeirra virðast hafa skilað sér heilu og höldnu í yfirfærslunni.
Þær Salbjörg og Guðbjörg á bókasafninu eru að stíga fyrstu skrefin í notkun Gegnis og gengur vel að lána og skila gegnum bókasafnskerfið. Sunna Njálsdóttir kemur til starfa 10. maí og þá verður farið á námskeið sem á að kenna starfsfólkinu að nýta þá möguleika sem Gegnir býður upp á.