Borrannsóknir í Berserkseyrarodda
Borfyrirtækið Alvarr ehf. hefur verið að störfum í Berserkseyrarodda að undanförnu, skv. samningi við Grundarfjarðarbæ um borverkefnið.
Boraðar voru tvær grunnar hitastigulsholur nálægt landi og var ætlunin að láta niðurstöður úr mælingum úr þeim segja til um nánari staðsetningu sprungusvæðisins og heitavatnsæðar. Niðurstaðan var sú að í þessum tveimur holum var hitastig lækkandi í átt að landinu. Út úr því vill dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun lesa, að sprungustefna sé austur-vestur, en ekki norður-suður, sem þýðir að heitavatnssprunga eða æð liggi ekki upp að landi heldur sé úti í sjó/skerjum.