13 umsóknir um Rafrænt samfélag

Af vefnum www.rikiskaup.is (bein tilvitnun):   Í dag voru opnuð umslög með nöfnun þeirra sem vilja taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag. Það er Byggðastofnun sem stendur fyrir verkefninu en Ríkiskaup sér um framkvæmd forval og samkeppninnar. Alls lögðu þrettán sveitarfélög eða samtök þeirra inn umsókn sem er töluvert betri þátttaka en reiknað var með.  

Öskudagur - frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Á öskudaginn verður kennsla í skólanum til kl. 12.30en eftir það fá allir frí sem eiga að vera lengur í kennslu þann dag. Mörg ár eru síðan öskudagur hætti að vera lögboðinn frídagur en hér við skólann hefur oft verið starfsdagur kennara á öskudag og nemendur því í fríi.   Foreldrafélagið stendur fyrir öskudagsskemmtun í Samkomuhúsinu á öskudaginn og er skemmtun hjá 1.-5. bekk  kl. 16.00 til 17.30 og kl. 19.-21.00 hjá 6.-10. bekk. Diskótek verður fyrir eldri nemendur en aðgangseyrir er kr. 250. Boðið verður upp á pylsu og kók. 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum.  

41. Stjórnarfundur

41. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. mars 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Ingi Hans Jónsson (sem gestur).  

Rafrænt samfélag - umsókn tilbúin

Í dag var lögð lokahönd á umsókn Grundarfjarðarbæjar um þátttöku í samkeppni á vegum Byggðastofnunar um verkefnið ,,Rafrænt samfélag”. Skilafrestur er til kl. 14.00 á morgun og þá verður upplýst hvaða sveitarfélög það eru sem sækja um þátttöku.   Vegna þess að um er að ræða samkeppni sveitarfélaga er ekki skynsamlegt að birta opinberlega umsókn Grundfirðinga, en vísað er til fyrri umfjöllunar í bæjardagbók.  

Fimm fimmtudagsfundir

,,Bestu fundirnir eru oft þeir sem ekki eru haldnir”, segir einhvers staðar í stjórnunarfræðum og er með því vísað til þess að oft sé gott að sleppa við að halda fundi og afgreiða mál eftir öðrum og skjótvirkari leiðum.   Á vegum bæjarstjórnar og -starfsmanna er oft töluvert um fundi, eðli málsins skv. þar sem margir aðilar koma oft að málum og ekki er hægt að afgreiða málefni með eins manns ákvörðun. Samráð og samstarf gjarnan nauðsynlegt, fyrir utan að vera lögbundið í sumum tilvikum.

Forkeppni vegna upplestrarkeppni 7. bekkja á Snæfellsnesi

Upplestrarkeppni 7. bekkinga grunnskólanna á Snæfellsnesi verður haldin á Hellissandi mánudaginn 10. mars n.k. kl. 20.00 í Grunnskólanum á Hellissandi.  Forkeppni nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar verður hins vegar haldin í kvöld fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18.00 í Grundarfjarðarkirkju. Þar munu nemendur 7. bekkjanna keppa innbyrðis um hverjir komast í keppnina á Hellissandi.  Foreldrar og aðrir bæjarbúar eru hvattir til að mæta og fylgjast með nemendum.

Sveitarstjórnarmenn á námskeiði

Síðustu tvær helgar stóð Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga fyrir námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn á samtals 12 stöðum á landinu.   Námskeiðin voru sniðin fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum en nýttust ennfremur starfsmönnum sveitarfélaga. Fyrirlestrar voru m.a. sendir í gegnum fjarfundabúnað til námskeiðsstaða.

13 millj. til Framhaldsskóla Snæfellinga

Samkomulag menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um verkefni á sviði byggðamála   Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, undirrituðu á Akureyri í morgun samkomulag um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni.  

Útskrift kennara 14. febrúar

Frétt tekin af heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar;   Tveir kennarar voru að útskrifast úr fjarnámi Kennaraháskólans föstudaginn 14. febrúar.  Ásta Ólafsdóttir var að bæta við sig í námi en var þó áður með kennsluréttindi og Kolbrún Reynisdóttir var að útskrifast með kennararéttindi, B.Ed gráðu. Af þessu tilefni fengu þær afhentan blómvönd frá skólanum.   Þeim Ástu og Kolbrúnu eru færðar hamingjuóskir frá bæjarstjórn og starfsmönnum Grundarfjarðarbæjar.  

Álagning fasteignagjalda

Álagningu fasteignagjalda er nú lokið og hafa álögð gjöld verið send Búnaðabankanum til innheimtu, en fyrsti gjalddagi er 1. mars n.k.  Gjalddagar verða 7 eins og verið hefur undanfarin ár og gjaldendum er boðinn 3% staðgreiðsluafsláttur ef fasteignagjöldin eru staðgreidd fyrir 31. mars n.k.