Það er ávallt markmiðið að rekstur sveitarfélagsins sé sem hagkvæmastur, að gætt sé kostnaðaraðhalds og reynt að finna leiðir til aukinnar hagkvæmni
.
Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð ársins 2003 ákváðu forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins að hafa með sér samráð um það hvernig ná mætti aukinni hagkvæmni í rekstrinum.
Ákveðið var að setja á laggirnar litla nefnd sem gengur undir því ófrumlega heiti ,,sparnaðarnefndin”, en í henni sitja fulltrúar frá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins.