Umferðaskóli barna

Umferðarskóli barna fer fram í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 14.ágúst kl.13:30. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og kynnast þeirri umferðarfræðslu sem fram fer í umferðarskólanum. Umferðarskólinn er á vegum sveitarfélaganna, lögreglu og umferðarstofu. 

Útgáfa reglugerða um stjórn fiskveiða fiskveiðiárið 2003/2004

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út níu reglugerðir um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þar á meðal reglugerð sem lýtur að úthlutun aflaheimilda til skel- og innfjarðarækjubáta sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum í skel og rækju. Í fréttatilkynningu kemur fram að tekin hafi verið upp nokkuð breytt viðmiðun frá því sem verið hefur því við ákvörðun bóta er litið til meðaltalsveiði síðustu tíu fiskveiðiár og þess að aðilar verði að bera 30% skerðingu frá þeirri meðaltalsveiði óbætta. Samkvæmt reglugerðinni koma rétt um það bil 4.300 þorskígildislestir til skiptingar milli rækju- og skelbáta vegna þessa. Þar af koma 2.050 lestir til úthlutunar til báta við Breiðafjörð.   Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Á morgun kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Fimmtudaginn 7.ágúst n.k. kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.   Eins og áður er unnið að því að skipuleggja komu skipsins og eru allir þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband við Shelagh í síma 696-3041 eða Johönnu í síma 691-1769   Dagskrá skemmtiferðaskipa sumarið 2003  

Gámastöðin

Gámastöðin verður lokuð um verslunarmannahelgina og á mánudaginn 4.ágúst, frídag verslunarmanna.  

Á góðri stund í Grundarfirði

Síðastliðna helgi var hátíðin ,,Á góðri stund í Grundarfirði” haldin með glæsibrag. Veðrið var mjög gott fyrir utan örlitla vætu á föstudeginum. Áætlað er að um 3000 gestir hafi lagt leið sína til Grundarfjarðar þessa helgi enda fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að vanda. Hátíðin var að flestra mati mjög vel heppnuð og fólk því mjög ánægt með helgina. Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar eru færðar þakkir fyrir.   Góða verslunarmannahelgi!  

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Columbus kemur til hafnar hér í Grundarfirði í fyrramálið. Skipið hafði ekki tilkynnt komu sína hingað fyrr en nýverið. Stoppað verður frekar stutt, en áætlaður komutími er kl. 08:00 og brottför kl. 14:00.

Nýtt símanúmer

Bæjarskrifstofa Grundarfjarðar hefur fengið nýtt símanúmer 430-8500. Fyrst um sinn verður faxnúmer óbreytt.

Aðalfundur 2003

Aðalfundur Eyrbyggja 26. júlí 2003  kl 17:00 á Hóteli Framnesi í Grundarfirði.   1.                  Ársskýrsla Formaður félagsins, Gísli Karel Halldórsson, lagði fram ársskýrslu þar sem gerð var grein fyrir því helsta í störfum félagsins.  Engar athugasemdir voru gerðar við skýrsluna og var hún samþykkt samhljóða.   2.                  Ársreikningur                       Gjaldkeri félagsins, Áshildur Elva Kristjánsdóttir, lagði fram ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir athugasemdalaust.  

Ársskýrsla 2002 - 2003

Skýrsla stjórnar.   Með þessum ársfundi lýkur fjórða starfsári Eyrbyggja. Síðasti ársfundur var ,,Á góðri stund í Grundarfirði” fyrir ári síðan. Í núverandi stjórn eru Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Orri Árnason, Ásthildur E. Kristjánsdóttir og fyrst Hrönn Harðardóttir og síðar Hrafnhildur Pálsdóttir sem leysti Hrönn af vegna anna.   Að venju hefur stjórnin fundað reglulega einu sinni í mánuði og á þessu starfsári völdum við  fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20. Mjög kröftugt starf var á síðasta ári hjá ýmsum vinnunefndum Eyrbyggja.