Á næstkomandi föstudagkvöld verðurBæringsstofa, fyrsti áfanga Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar í Grundarfirði, að Grundargötu 35, formlega opnuð og eru gestir Á góðri stund velkomnir að líta inn og hlýða á fjölbreytta dagskrá um helgina.
Bæringsstofaverður fullkominn ráðstefnu- og bíósalur þar sem gert er ráð fyrir að sýna ljósmyndir Bærings Cecilssonar og annarra á tjaldi, auk kvikmynda í náinni framtíð. Salurinn er búinn nýjustu tækni til þessara hluta. Í salnum verða sæti fyrir um 40 gesti í upphækkuðum bíóstólum.