Bókasafnið gefur út á vefnum

Unnin hefur verið efnisskrá 1. - 6. bindis af Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar . Ritið kemur út árlega og inniheldur efni um liðinn tíma og annál nýliðins árs. Einnig hefur verið bætt við Bóka- og efnisskrá Eyrarsveitar sem inniheldur skrá yfir efni tengt Eyrarsveit og Grundarfirði fyrr og nú.     Báðar skrárnar eru unnar á Bókasafni Grundarfjarðar af Sunnu Njálsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Bóka- og efnisskráin er ekki fullkomin en leitast er við að bæta inn nýju efni jafnóðum. Allar ábendingar eru þegnar með þökkum í netfangið bokasafn@grundarfjordur.is.     

Spurning vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er að árið 1950 voru íbúar Eyrarsveitar 419 talsins. 86 manns tóku þátt að þessu sinni en aðeins 17 eða 19,8% voru með rétt svar. 

Pílagrímsgangan á Jónsmessunótt

Sl. föstudagskvöld hófst pílagrímsganga á Jónsmessunótt með messu í Setbergskirkju þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari og Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræðingur predikaði.  Organisti í messunni var Jóhanna Guðmundsdóttir og kórsöngurinn var í höndum safnaðar.  Að lokinni ljúfri stund í Setbergskirkju kvaddi séra Elínborg hvert og eitt safnaðarbarn með fararblessun.   

Rafmagnstruflanir

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK má búast við rafmagnstruflunum fram eftir degi í dag. 

Haferni bjargað

Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Hlíðarvegi 14 í Grundarfirði, varð fyrir þeirri skemmtilegu og óvæntu reynslu í gærkvöldi að horfa upp á haförn steypast af flugi ofan í sjóinn við bæinn Háls í Eyrarsveit.  Sigurbjörg fangaði örninn og vafði úlpu sinni utan um hann til að verjast ágangi fuglsins, en hann var illa á sig kominn og allur ataður grút. Í sömu andrá var Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahússins í Grundarfirði á ferð þar hjá og kom Sigurbjörgu til aðstoðar.  

Blönduósmótið!

Það voru þreyttir, glaðir og sólbrenndir keppendur og foreldrar sem komu heim af Smábæjarleikunum á Blönduósi. UMFG mætti með 6 lið til keppni og komu öll liðin heim með bikar að móti loknu.  7. fl, 6. fl ka og 5. fl fengu öll gull í B úrslitum. 6.fl kvenna varð í 3. sæti. 4. fl kvenna fékk gull og 4.fl karla varð í þriðja sæti. Þetta var frábær helgi og mikið af foreldrum sem að mættu með börnum sínum á mótið. Lið UMFG voru til fyrirmyndar hvar sem þau komu og voru krakkarnir glæsilegir í nýju vindjökkunum.    

Listahátíðin Berserkur - ung frjáls orka

Dagana 24.-28.júlí verða starfræktar listasmiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára á Snæfellsnesi. Í boði verða skemmtilegar og fjölbreyttar smiðjur ásamt annarskonar uppákomum. Þær smiðjur sem í boði verða eru: Art-Craft Tónlistarsmiðja Stuttmyndasmiðja Leiklistarsmiðja/Götuleikhús Skartgripagerð Hljómsveitarsmiðja

Á sagnaslóð með Inga Hans

Sunnudaginn 2. júlí næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Inga Hans.  Gengið verður um fornar byggðir við innanverðan Búlandshöfða. Lagt verður af stað frá Sögumiðstöðinni kl. 15.  Þátttakendur aka síðan á eigin bílum að Búlandshöfða.  Gangan tekur um 2 klst. og kostar kr. 500 fyrir fullorðna, en er frítt fyrir börn.  Nánari upplýsingar og skráning í síma 438 1881.  

Útkall

Áhugafólk um vinarbæjartengsl Grundarfjarðar og Paimpol. Sunnudaginn 9. júlí eigum við von á á annað hundrað manns í tengslum við siglingakeppnina Skippers d'Islande.    Okkur vantar margvíslega hjálp vegna móttöku siglingakeppninnar.  

Rétt svar við spurningu vikunnar.

Mjólkursamlagið í Grundarfirði var lagt niður þann 28. febrúar 1974. Að þessu sinni tóku 71 manns þátt en 28 voru með rétt svar eða 39,4%.