Björgunarbátur vígður

  Björgunarsveitin Klakkur notaði tækifærið og gaf nýjum björgunarbát nafnið Reynir síðastliðið laugardagskvöld þegar Reynir S. Gústafsson hélt uppá 70 ára afmæli sitt, en hann varð sjötugur 1. des.

Byrjendablakið fer í frí

Byrjendablak kvenna sem hefur verið á miðvikudögum kl 19:50 fer í frí fram yfir áramót.   Stjórn UMFG

Auglýsing um húsaleigubætur

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þ. 2. desember 2008 að á árinu 2009 verði greiddar húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ skv. ákvæðum reglugerðar nr. 118/2003 með síðari breytingum, um grunnfjárhæðir húsaleigubóta.   Þeim sem hafa sótt um og fengið húsaleigubætur á árinu 2008, er bent á eftirfarandi: Endurnýja þarf umsóknir í byrjun nýs árs, þ.e. í janúar 2009, ef viðkomandi óska eftir framhaldi á greiðslum húsaleigubóta.   Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar.

Jólastund í Grundarfirði

Síðastliðinn laugardag var aðventubyrjun fagnað í Grundarfirði. Haldin var jólastund í miðbænum og kveikt var á jólatrénu. Margir mættu og skemmtu sér konunglega. Tónlistarskólinn var með tónlistaratriði, Sr. Aðalsteinn hélt ávarp og nokkrir jólasveinar litu við.

Leikur UMFG og Aftureldingar í blaki

þann 27 nóvember sl.  áttust við UMFG og Afturelding í 2 deild karla austur. Leikurinn hófst kl. 20:30 og lauk kl. 22:34.  Spilað var fyrir fullu húsi áhorfenda.  Mosfellingar náðu sér vel á strik strax í fyrstu lotu og unnu hana sannfærandi 25 – 19.

Aðventu- og fjölskyldudagur kvenfélagsins

  Kvenfélagið Gleim mér ei hélt hinn árlega aðventu- og fjölskyldudag í samkomuhúsinu á laugardaginn. Fjölmargir Grundfirðingar lögðu þangað leið sína.  

Íþróttamaður ársins 2008

  f.v. Þórdís, formaður íþrótta-og tómstundanefndar, Kolbrún, Benedikt, Kolla (f.h. Brynjars) og GuðmundurÍþróttamaður Grundarfjarðar 2008 var kjörin á aðventu - og fjölskyldudeginum síðastliðinn laugardag.

Landaður afli

Hér má sjá landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn í nóvember 2008 og samanburð fyrri ára. 

Ljósmyndasýning á Kaffi 59

Tómas Freyr Kristjánsson hefur opnað ljósmyndasýningu á Kaffi 59. Þetta er sölusýning og rennur allur hagnaður óskiptur til styrktar bræðranna Valdimars og Jóns Þórs Einarssona.Sýningin er opin í desember.

Starf leikskólastjóra Leikskólans Sólvalla laust til umsóknar

Um áramótin lýkur launalausu leyfi Sigríðar Herdísar Pálsdóttur, leikskólastjóra.  Sigríður Herdís hefur ákveðið að koma ekki til starfa á ný, enda er hún flutt á Austurland.  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og er auglýsinguna að finna hér .....