Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum verður haldið í Ólafsvík, laugardaginn 8. nóvember kl. 10.00. Keppt er í hefðbundnum greinum og er mótið fyrir alla aldursflokka. Hér má sjá nánari upplýsingar.

Ástin til Norðurlandanna

Næsti viðburður bókasafnsins er Norræna bókasafnavikan sem hefst 10. nóvember með upplestri við kertaljós og er þemað ástin til Norðurlandanna. Dagskráin hefst kl. sex, kl. 18:00. Bangsadagurinn. Fjölmörg börn og bangsar heimsóttu bókasafnið föstudaginn 24. okt. 

Nýtt þjónustu- og upplýsinganet félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Sett hefur verið á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla og netspjall. Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana.  

Stormur í aðsigi

Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir kvöldið og næstu nótt.  Fólk er hvatt til þess að huga að lausum munum og öðru sem öruggara er að koma í skjól.

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við  Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, ÍSÍ, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.

Sagnasamkeppni Rökkurdaga

Á samverustund í Sögumiðstöð, sunnudaginn 27. október, voru úrsilt sagnasamkeppni Rökkurdaga gerð kunn. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur hóf dagskrána á því að lesa upp úr tveimur skáldsagna sinna, en las því næst sögurnar sem lentu í þremur efstu sætunum. Í þriðja sæti varð sagan Tjái eftir Sigríði Diljá Guðmundsdóttur og hlaut hún 5.000 kr. í verðlaun. Í öðru sæti varð

Breytt tímatafla

Það er búið að breyta á mánudögum og miðvikudögum.  Búið að færa hnit til kl. 18:00 og það sem kemur á eftir er búið að færa upp um 1 tíma.  Þessi tímatafla tekur gildi mánudaginn 3. nóv. 2008. kveðja Stjórn UMFG 

Barnaball

  Dansgólfið var skrautlegt í félagsmiðstöðinni Eden sl. laugardag þegar íþróttaskólinn stóð fyrir balli fyrir yngstu börnin. Börnin skemmtu sér konunglega og eins og sést á myndinni var það hin frjálsa aðferð í dansinum sem réði ríkjum.      

Bangsadagurinn heldur áfram

Fjöldi barna kom á bókasafnið með bangsa, mömmur, pabba og afa meðferðis. Kíkið á mynd og frásögn af bangsadeginum fyrri. 

Miðgarður vígður við hátíðlega athöfn

Í gær, þriðjudaginn 21. október, var vígð ný bryggja í Grundarfjarðarhöfn sem ber nafnið Miðgarður. Vígsluathöfnin var hin hátíðlegasta. Eftir stutt ávarp frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni klipptu þeir Sturla Böðvarsson forseti Alþingis, Jóhannes Sverrisson frá Siglingastofnun og Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður Grundarfjarðarhafnar á vígsluborðann. Að því loknu fór sr. Aðalsteinn Þorvaldsson með bæn og blessaði mannvirkið. Að lokinni athöfn var móttaka í samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem gestir nutu veitinga í boði Grundarfjarðarhafnar.